Rúv sagði ekki frá rafmagnsbilun í heilar 40 mínútur

Rafmagnið fór af hverfinu mínu. Hvers vegna veit ég ekki, sá hins vegar að ljós voru í Kópavogi og Breiðholti. Sá ekki víðar. Því opnaði ég ferðaútvarpið mitt og hlustaði á Rúv ef ske kynni að ég fengi einhverjar upplýsingar. Ég hlustaði á Rás2.
 
Og ég hlustaði, hlustaði, hlustaði, hlustaði og hlustaði. 
 
Ekkert var þar að frétta nema að mér fannst dagskrárgerðarmaðurinn með mjúku og þægilegu röddina hefði mátt vera betur máli farinn. Hann sagði frá einhverjum sem væri „að gera tónlist“. Frá öðrum sagði hann sem bjó til lag með nafninu: „Get out of your lazy bed“ og þýddi það snöfurmannlega með „Drullaðu þér fram úr rúminu“ og svo komu auglýsingar.
 
Og ég hlustaði, hlustaði, hlustaði, hlustaði og hlustaði.
 
Hálftími leið. Dagskrárgerðarmaðurinn sagði frá dagskrá kvöldsins. Sagðist ætla að gefa þeim páskaegg frá Nóa-Síríus sem hringdi fyrstur. Hvað heitir þetta lag, gæti verið mikils virði að vita það, sagði hann.
Og ég hlustaði, hlustaði, hlustaði, hlustaði og hlustaði.
 
Hálftími leið. Engar upplýsingar var að fá úr þjóðarútvarpinu. Bölvað rugl þetta með almannahagsmunir . Tóm vitleysa að þetta Rúv væri þátttakandi í almannavörnum. Heilt hverfi tíu þúsund manna var rafmagnslaust og orkuveita Reykjavíkur svaf á verði sínum, rétt eins og Ríkisútvarpið.
 
Og ég hlustaði, hlustaði, hlustaði, hlustaði og hlustaði. Og þá kom loksins  tilkynningin frá dagskrárgerðarmanninum mjúkmála. „Bilun kom upp sem veldur því að rafmagnslaust er ...“ (þvílík rökleysa). Þá voru fjörtíu mínútur liðnar frá því að rafmagnið fór af .
 
Ég lokaði PowerBookPro tölvunni minni og lauk við að lesa síðasta kaflann í bókinn „Síðasta góðmennið“ eftir A.J. Kazinski. Bara ansi áhugaverð bók, ágætlega þýddþrátt fyrir smáhnökra hér og þar. Svo tók ég fram bókina „Hugsaðu þér tölu“ eftir John Verdon. Byrjunin lofar góðu ...
 
Hafði engan áhuga á því að vita hver fékk páskaeggið frá Nóa-Síríus eða hvað lagið heitir.

mbl.is Bilun í dreifikerfi Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Væri ekki lag að þú sem ráðgjafi gefðir RUV ráðleggingu sem þeir munu ekki gleyma á næstunni? Það er líka hægt að kjósa þessa ágætu útvarpstöð Útvarp Saga til að koma með allar almennar tilkynningar eins og rafmagn,rikmælingar og veðurfréttir. Meirihluti landsmanna hlustar þó allavega á þessa stöð og tekur mark á henni líka, sem er nú það allra besta,trúverðuleikinn!!

hafðu góðan dag Sigurður!

Eyjólfur Jónsson, 18.3.2013 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband