Rangt orðuð spurning í skoðanakönnun um ESB

Þegar sótt er um ökuleyfi þarf umsækjandi að standast próf. Til þess þarf hann að læra umferðareglur. Þetta er einhliða könnun, umsækjandinn hefur ekki nokkra möguleika á því að semja um niðurstöðuna. Annað hvort stenst hann prófið eða ekki.

Þannig er það með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Henni fylgja engar samningaviðræður. Þess í stað er um að ræða einhliða yfirheyrslu ESB nefndar yfir nefnd frá íslenskum stjórnvöldum. Mjög nákvæmlega er farið yfir stjórnsýslu Íslands, lög og reglur og íslenska nefndin þarf að sannfæra þá frá ESB um að allt sé eins og þeir krefjast. Þær viðræður sem eru í gangi um þetta heita aðlögunarviðræður. Annað hvort stenst Ísland prófið eða ekki. Sem umsækjandi hefur landið ekki nokkra möguleika á að semja um niðurstöðuna.

Þetta kemur glögglega fram í reglum ESB. Af hverju er þá verið að villa um fyrir fólki og halda því fram að verið sé að semja um inngönguna í ESB. Hversu oft þar að segja það svo skiljist? Ísland stendur ekki í neinum „samningaviðræðum“ við ESB. Búið er að sækja um aðild og nú er verið að fullvissa ESB um að landið geti verið inni í ESB.

Engar „samningaviðræður“ standa yfir, aðeins aðlögunin ein.

Engu að síður finnst ESB sinnum það sæma málflutningi sínum að halda því fram að verið sé að semja og þeir gera meira að segja skoðanakönnun þar sem spurt er hvort fólk vilji frekar ljúka „aðildarviðræðum“ eða hætta þeim.

Frétt á vef stuðningsmanna ESB aðildar segir frá þessari skoðanakönnun. Hún er marklaus vegna þess að spurningin er röng, beinlínis er logið um hvað sé verið að gera.

 

Stuðningsmönnum þess að ljúka aðildarviðræðum við ESB fjölgar verulega.

 

 

61% þeirra sem tóku afstöðu vilja klára en 39% slíta.

 

 

Þetta er umtalsverð breyting frá því að samskonar könnun var gerð í janúar.

 

 

Þá vildu 52% klára viðræður en 48% slíta þeim.

 

 

Spurt var: Hvort vilt þú klára aðildarviðræður við ESB eða slíta þeim?

 

 

54% sögðust vilja klára, 34,6 vildu slíta og hlutlausir voru 11,5%.

 

 

Nú er ekki úr vegi að spyrja aðildarsinna einfaldrar spurningar: Um hvað hefur hingað til verið samið?

Ég veit nægilega mikið um málið til að gera fullyrt að um ekkert hefur verið samið, enda engar samningaviðræður í gangi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband