ESB stelur af steliþjófunum

Krísan á Evrusvæðinu tekur á sig margvíslegar myndir. Nú hafa fjármálaráðherrar Evrulanda tekið ákvörðun um að stela peningum af innistæðueigendum á Kýpur.

Þetta er alveg stórfurðuleg ráðstöfum. Allt bendir til að menn viti ekkert hvað þeir ætli að gera með þetta smáríki. Fyrst átti að setja skatt á allar innistæður af því að sagt er að rússneskir glæpamenn eigi meirihluta innistæðnanna. Þá gerði það ekkert til þótt almenningin væri gerður óleikur í leiðinni. tilgangurinn er að stela klípu af ránsfeng ræningja og misyndismanna. Það telja margir án efa vera göfugt.

Síðan sjá kommisararnir að þetta gangi ekki og breyta fyrri ákvörðun.

Hvað hefðu þeir gert ef Ísland hefði verið aðili að ESB þann 1. október 2008. Þá hefði skuldum óreiðumanna áreiðanlega verið bjargað og íslensku bankarnir fengið að starfa áfram á kostnað sameiginlegra sjóða Evrópubandalagsins. Nema auðvitað að landið sé svo lítið að ekki tæki því að hjálpa neitt upp á sakirnar. Það hefði í raun verið hin mesta blessun.  


mbl.is Mörkin verða 100.000 evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þeir fara þó gáfulegra í þetta en við með neyðarlögunum sem tryggðu innistæður og þar með voru fjármagnseigendur varðir en verr stæður almenningur fékk skellinn.

Óskar, 18.3.2013 kl. 23:44

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nú skrýtið innlegg, Óskar minn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2013 kl. 00:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vasellij Smirnoff: "In Soviet Europe, bank robs you!"

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2013 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband