Katla er kyrr, aungvir spádómar, allt í ró

jardskjalftar

Fólk er steinhætt að tala um eldgosahættu í Mýrdalsjökli. Spámennirnir óðu um víðan fjölmiðlavöll eftir gosið í Eyjafjallajökli 2010. Þá var því haldið fram að „venjan“ væri sú að eftir að gosi lyki mætti innan tveggja ára búast við gosi í Mýrdalsjökli.

Ég fer stundum inn á vefsíðu Veðurstofuna og kíki á jarðskjálftavaktina. Í dag bregður svo við að engin hreyfing hefur mælst í þessum tveimur stóru jöklum. Hið eina sem greinist er einhver hristingur milli Vatnafjalla, suðvestan við Heklu, 0,7 að stærð.

Líklega eru meiri líkur á að Hekla gjósi en Mýrdalsjökull. Að minnsta kosti les maður sögur um að hún hafi frá síðasta gosi verið að tútna út og þeir sem gerst þekkja halda því fram að það kunni ekki vita á gott.

Að öðru leyti er allt í ró og spekt á landinu. Hið eina sem athygli vekur eru hreyfingar á Tjörnesbrotabeltinu fyrir norðan. Talsverðir skjálftar eru utan við Eyjafjörð, þar hafa þeir verið viðvarandi frá því um mitt síðasta ár. Einnig eru skjálftar austan og suðaustan við Grímsey.

Eiginlega hef ég minnstar áhyggjur af þessu, miklu frekar því að dómsdagspámennirnir eru hættir að hafa samband við mig. Þeir þegja þunnu hljóði, jafnvel sá draumspaki, sem ég hef mikið vitnað til hér á síðunni. Búast má við að draumfarir hans séu með besta móti, hann sofi næturnar af sér í einum dúr. Það er gott.

Eftir að hafa skrifað svona um Mýrdalsjökul væri eftir öllu að Katla færi í gang með hrikalegt gos. Gerist það, biðst ég afsökunar (Á hverju? Ekki hugmynd, bara til vonar og vara). 

Svo er hér að lokum skemmtileg mynd sem tekin var fyrir tveimur árum á Morinsheiði, norðan við Fimmvörðuháls. Þarna er horft til Mýrdalsjökuls og skriðjökullinn bak við fólkið er Tungnakvíslajökul. Norðan við hann, eiginlega ofan við höfuðið á henni Ingu Jónu, sem er lengst til vinstri, hafa verið viðvarandi jarðskjálftar síðustu árinu. Jafnvel þegar ekki greinar skjálftar í Kötluöskjunni, eru stöðugir skjálftar þarna við upptök Tungnakvíslajökuls. Ekki kann ég að draga neinar ályktanir af þessari staðreynd. finnst hún bara merkileg. 

DSC_0108 110827 Morinsheiði horft í A, Mýrdalsjöku - Version 2 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband