Starfsmaður ríkisútvarpsins missir stjórn á sér

bilde

Af einhverjum ótrúlegum ástæðum hefur Ríkisútvarpið eitt fengið leyfi Handknattleikssambandsins til að birta myndir af gólfi að loknum bikarúrslitaleikjum. Og til að framfylgja þessum furðulega úrskurði þá tók íþróttastjóri Ríkisútvarpsins til sinna ráða og reyndi að henda ljósmyndara út af vellinum.

Það er auðvitað út í hött að veita einum fjölmiðli einkaleyfi til að taka myndir á handboltaleikjum og ber að fordæma að ljósmyndarar fái ekki að sinna sinni vinnu. Yfirgangur starfsmanns Ríkisútvarpsins er einnig dæmalaus og ekki í hans verkahring að framfylgja reglum Handknattleikssambandsins.

Á meðfylgjandi mynd sem er tekin af visir.is sést er lágvaxinn íþróttastjórinn ætlar að henda tvöfalt stærri manni út af vellinum. Gaman hefði verið að fylgjast með þessum leik til enda. Þetta er auðvitað stórkostleg mynd og ber vitni um konu sem gerir sér engan grein fyrir því hvar mörk starfs síns liggja. Hér er um að ræða líkamsárás, ekkert annað.


mbl.is Gagnrýna myndatökubann harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar skrípakerlingar, studdar af skrípakörlum taka völdin í sínar hendur til niðurlægingar fyrir stallsystur sínar sem hafa greind, þá fer ekki vel svo sem dæmin sanna nú síðastliðin fjögur ár.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.3.2013 kl. 21:56

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Starfsmaður Ríkisútvarps, sem á myndinni beitir ljósmyndarann ofveldi, heitir Kristín Harpa Hálfdánardóttir.

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins: 

„Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands lýsir furðu sinni á að veist sé að starfandi atvinnuljósmyndara á vettvangi að tilefnislausu og krefst þess að hann verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum þar sem hann var að sinna störfum sínum á bikarúrslitaleik í handknattleik í Laugardalshöll sunnudaginn 10. mars 2013.

Það er fráleitt að setja nýjar verklagsreglur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun.

Við krefjumst þess jafnframt að eðlileg kurteisi verði í hávegum höfð svo allir sem að fréttaöflun komi geti sinnt starfi sínu á sem eðlilegastan og þægilegastan hátt, eins og áratugahefð er fyrir.

Við hljótum einnig að fara fram á að fá upplýsingar um það hverjir hafi samþykkt nýjar reglur um aðgang fjölmiðla að kappleikjum í handknattleik og hvenær þær hafi verið samþykktar.

Telji menn nauðsynlegt að setja nýjar reglur um aðkomu fjölmiðla að leikjum í handknattleik lýsir stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands því yfir að hún sé reiðubúin að koma að gerð slíkra reglna."

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 13.3.2013 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband