Ekki fleiri, ekki fleiri, kveina ferðaþjónustusamtökin

Er einhver bissniss í ferðaþjónustunni? Auðvitað er það svo. Hins vegar er þar þétt setinn bekkurinn. Fjöldi aðila býður ferðamönnum margvíslega þjónustu, akstur, mat, leiðsögn, gistingu, sýningu og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Svo mikið er að gera í þessari atvinnugrein að fjöldi fólks hugsar sér til hreyfings, sér eiginlega ofsjónum yfir góðu gengi annarra.

Bændur afklæðast skítugum fjósagallanum, fara í spariskóna og bjóða geðugum Þjóðverjum að ganga í fjósið til sín og gista þar (auðvitað eftir breytingar).

Feiti-Gunni tók meirapróf og keypti sér jeppa á þrjátíu og átta tommu dekkjum og ekur nú með ferðamenn upp á Fimmvörðuháls, sleppir þeim þar lausum og hirðir aftur upp eftir þrjá tíma.

Fagrihreppur setur á stofn „Veðurblíðu- og brekkusnigilssetur“, fær til þess styrk úr Átaki til atvinnusköpunar og menningarráði. Hreppstjórinn situr svo úti í sumarblíðunni og bíður eftir að ferðamennirnir láti sjá sig.

Stína gerir upp herbergi í kjallaranum og breytir íbúðinni sinni í gistiheimili, pláss fyrir tíu manns, reiknar út að hver borgi tíu þúsund kall sem þýðir þrjár milljónir í vasann á mánuði, allt svart.

Svona gerast kaupin á ferðamannaeyrinni. Vandinn er bara sá að enn þéttist á bekknum og þess vegna lýsa Ferðamálasamtök Íslands yfir áhyggjum sínum. Áhyggjurnar spretta af sjálfselsku ekki af umhyggju fyrir þeim sem ætla að hasla sér völl í ferðaþjónustu. Með öðrum orðum, þeir græðum fullt af peningum en telja þá ekki vera til skiptanna.


mbl.is Vara við „gullgrafaraæði“ í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband