Samfylkingarráðherra gefur út vottorð um sölu Símans

Í heita pottinum heyrir maður alltaf eitthvað nýtt. Eitt af því sem nota átti gegn Sjálfstæðisflokknum er að Síminn hafi hreinlega verið gefinn þarna um árið þegar hann var einkavæddur vegna þess að ekki hafi verið greitt fyrir hann.

Ákveðin öfl í þjóðfélaginu hafa undanfarin ár verið upptekin við að spinna upp sögur um meinta spillingu. Ein þeirra, sagan um Síman, hefur nú borist Alþingi.

Þess vegna er ágætt að fá vottorð frá núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að fyllilega hafi verið staðið við greiðslur vegna kaupa á Símanum. Hvernig mátti annað vera? Dettur einhverjum í hug að ríkið selji eitthvað og gleymi að taka við greiðslu eða rukka?

Í raun og veru er engin munur á viðskiptum milli opinberra aðila og einkaaðila. Þau fara fram á nákvæmlega sama hátt og milli einkaaðila.

Næst kemur áreiðanleg fyrirspurn frá sama þingmanni Hreyfingarinnar, Margréti Tryggvadóttur, um sölu á bönkunum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Hún getur ábyggilega sparað sér fyrirhöfnina og lesið allt um það í skýrslu ríkisendurskoðunar og er að finna á vef stofnunarinnar. Ríkissjóður fékk greitt fyrir bankanna, svo einfalt er það.


mbl.is Engar vanefndir vegna sölu Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gott var að Síminn var seldur, en ég held að ég hafi verið einn af fáum sem þóttu verðið fullhátt, því að erfitt yrði að halda batteríinu arðbæru með þessa skuldabyrði á sér. En ríkið greiddi þá niður skuldir og framkvæmdi líka á fullu.

Ívar Pálsson, 13.3.2013 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband