Er ekki margt þarfara en happdrættisstofnun

Er það í raun og veru svo að þjóðin hafi efni á að setja á stofn alls kyns stofnanir til að hafa eftirlit með hinu og þþessu án tillits til kostnaðar og fyrirhafnar? Mér finnst að svo ótrúlega súrrealístísískt að ætlunin sé að stofna „happdrættisstofu“ að maður verður bara kjaftstopp. Þetta hlýtur að vera atriði í Spaugstofunni.

Gerum okkur grein fyrir stærð þjóðarinnar. Við erum aðeins 330.000 manns og það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað við getum aukið mikið við stjórnsýsluna. Ef vel á að vera segja spekingarnir að stofnsetja þurfi ofbeldismálaráð, yfirviktarráð, stofnun sem passar börn og unglinga, stofnun sem gætir að því að ríkisútvarpið standi sig (úbss, er'ða ekki útvarpsráð), ráð sem fylgist með vegagerðinni, nefnd sem hefur eftirlit með munnsöfnuði stjórnmálamanna, ráð gegn munntóbaksnotkun nefnd sem passar upp á að börn sé ekki skírð heimskulegum nöfnum (úbs, við erum með mannannanafnannanefnd sem ræður'essu), nefnd sem fylgist með fjölmiðlum (úbbs, það er líklega fjölmiðlanefnd), ráð sem passar upp á að fólk fari ekki út í vonda veðrið og svona má lengi upp telja og raunar gantast með þetta.

Enginn nefnd hugsar þó fyrir verðmætasköpuninni í þjóðfélaginu. Hvernig eigum við að hafa efni á þessu? Það mætti halda að við hér byggju þrjár eða þrjátíu milljónir manna.

Niðurstaðan er einföld. Ef þjóðin ber gæfu til þess að efla atvinnulífið í landinu verður til óskaplega mikið fjármagn til að leggja í gæluverkefni af ýmsu tagi. Vonandi berum við þó gæfu til þess að kunna að sníða stjórnsýsluna að stærð þjóðarinnar en ekki því sem okkur langar svo óskaplega mikið í.

Einu sinni var það bara nóg að setja lög um tiltekinn málaflokk. Væru áhöld um að þau væru brotin kom lögreglan að málum, síðan saksóknari. Hvað hefur eiginlega breyst?

Hér áður fyrr var nefnd sett í málið. Síðan varð æ vinsælla að setja starfshóp í umræðuna. Þá datt einhverjum í hug málþing. Það var toppað með ráðstefnu sem síðan var topptoppað með ráðstefnu þar sem aðeins var töluð útlenska og ræðumennirnir voru útlenskir. Nú dugar ekkert minna en ráð eða stofnun með nokkrum starfsmönnum og helst símadömu (verður að vera kona).

Já, mikil er forfrömunin.

Hello, you have reached the Lucky Draw Institution of Iceland. Press on for conventional lottery, press two for the Lotto, press three for OneExTwo, press fore for the Lengjan, press five for Card Games, press six for Illegal games, press seven for Olsen Olsen, press eight for Something Else, press nine for Icelandic translation, press ten for further service or have a nice day on your own.


mbl.is Lög um happdrætti úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband