Mikil er virðing Lilju Rafneyjar

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur hingað til sýnt mikla reisn og er umhugað um virðingu sína og Alþingis. Þetta er konan sem hefur beitt sér fyrir því að ríkisstjórnin sótti um aðild að ESB, þvert á stefnu flokks síns.

Hún er auk þess kona sátta og samvinnu. Það sýnir hún í atvinnuveganefnd þar sem hún hefur algjörlega hafnað samvinnu um fiskveiðilagafrumvarpið og ryðst áfram, treður minnihluta þingsins undir fæti og gerir lítið úr sérfræðingum sem hafa gagnrýnt það.

Já, það er mikil reisn yfir þingmanninum, þeim málefnum sem hún stendur fyrir og ríkisstjórninni í heild sinni. Og virðingin ... við skulum ekki nefna hana. Hún mælist enn í skoðanakönnunum hvað sem síðar verður.


mbl.is Líkti Framsóknarflokknum við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hver er Lilja Rafney, er það gamli sundlaugavörðurinn?

Viggó Jörgensson, 7.3.2013 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband