Megum ekki vera að því að sakna Halldórs

Fréttin um að Halldór Gunnarsson hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum er ótrúleg. Ég sat á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og fylgdist með Halldóri, studdi hann í sumum málum.

Í efnahags- og viðskiptanefnd fundarins kom hann með nýja ályktun sem hann lagði fram gegn þeirri sem undirbúin hafði verið. Hann fékk mjög góðar undirtektir en ályktunin var engu að síður felld og munaði ekki miklu á atkvæðum.

Eftir þann mikla stuðning sem Halldór hafði fengið í þessari stóru nefnd fannst mér hann ekki koma vel fram við okkur, þá sem studdu hann í nefndinni. Hann hvarf á braut og reyndi ekki einu sinni að koma sínum áherslum fram í umræðum um ályktunina.

Halldór bauð sig fram til formanns. Hann vissi að það var vonlaust framboð og raunar heimskulegt að halda því til streitu. Fyrir vikið fengu margir þeirra sem ekki þekkja til hans þá hugmynd að maðurinn væri að grínast með framboðið, væri einfaldlega í hlutverki trúðsins. 

Persónulega þekki ég ekki Halldór Gunnarsson en eftir að hafa fylgst með honum á tveimur landsfundum veit ég að hann er heiðarlegur og góður maður, síst af öllu er hann trúður. Við náðum árangri í ályktun um skuldavanda heimilanna og verðtrygginguna á fundinum 2011, ekki síst vegna málflutnings Halldórs. Ég hefði gjarnan viljað ná betri árangri í þessum málum á síðasta landsfundi en það gekk ekki upp.

Mér finnst hins vegar heimskulegt af Halldóri að rjúka núna til og segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Hann skilur eftir fjölda samherja, fólk sem hefur svipaðar skoðanir í fjölda mála. Mér er það til efs að Halldór finni fjölmennari stuðning í öðrum stjórnmálaflokki. Til að mynda sátu á þriðja hundrað manns í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það er lein nefnd sem líklega er fjölmennari en sem nam öllum þeim er sóttu landsfund Vinstri grænna um sömu helgi.

Þetta sýnir einfaldlega styrk Sjálfstæðisflokksins sem Halldór kveður nú. Við sendum bara kveðju á Halldór, megum ekkert vera að því að sakna hans því nú líður að kosningum, baráttan fyrir breyttum stjórnarháttum á Alþingi og ríkisstjórn.


mbl.is Segir sig úr Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Tek undir með þér, Siggi, að Halldór hefur virzt hinn mætasti maður, en framganga hans í efnahags- og viðskiptanefnd á landsfundi bendir til þess að hann þurfi að vera einn í flokki. Það gengur ekki að láta sem svo að tillögur sem fyrir liggja séu bara ekki til. Tillögur sem fjöldi manns hefur komið að og lagt mikla vinnu í. Taka þarf afstöðu til einstakra liða og koma með breytingartillögur ef þurfa þykir.

Skúli Víkingsson, 5.3.2013 kl. 10:16

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að (S) sé ekki að fíla þjóðarpúlsinn og því fer sem fer. Menn og konur yfirgefa flokkinn og fylgið hrinur.

Það eru aðeins tvö mál sem að eru aðal mál þjóðarinnar í kosningunum í vor:

1. Stoppa ESB ferlið.

Í þessu máli hefði Landsfundurinn getað set á stefnuskrá sína þjóðaratkvæði ekki síðar en október 2013.

2. Afnema verðtryggingu á húsnæðislánum.

Hér hefði Landsfundur getað sett skíra stefnu um að afnám verðtryggingu verði gerð ekki síðar en 31. desember 2013.

Allt annað eru aukamál í næstu kosningunum í vor. Ef (S) gerir sér ekki grein fyrir þessu fljótlega þá verður (S) í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil.

Ég verð að vera sammála Halldóri Gunnarssyni að einhver KANSKI stefna í verðtrygginguni sýnir að (S) er að styðja auðmanna elítuna eins og (SF) gerir, en er sama um vanda heimilana.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 13:23

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir innlitið, Skúli frændi. Það verður þó að segjast eins og er að í tillögu Halldórs var tekið tillit til fjölmargs af því sem var í tillögu nefndarinnar.

Jóhann, ég skil rökin fyrir verðtryggingunni og virði þau. Hitt er miklu mikilvægara að taka tillit til þeirra þúsunda sem hafa lent í vandræðum vegna hennar í hruninu. Það getur ekki verið stefna Sjálfstæðisflokksins að leysa ekki úr vanda þeirra. Þetta voru hamfarir að mannavöldu. Þjóðfélagið kom til móts við skaða fólks vegna Vestmannaeyjargossins, jarðskjálfta á Suðurlandi, snjóflóða og fjárfelli bænda. Ætlar svo flokkurinn minn að standa hjá meðan fjárhagur fólks fellur vegna hrunsins. Nei og aftur nei, það má hann ekki gera.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.3.2013 kl. 16:46

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einmitt Sigurður það er leiðinlegt að horfa upp á þetta, og vonandi vakna frambjóðendurnir áður en það verður of seint.

Góðar stundir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband