Skyndilegur samstarfsvilji rétt fyrir kosningar

Þetta gengur einhvern veginn ekki upp, þessi skyndilegi samstarfsvilji Samfylkingarinnar. Í fjögur ár hefur stjórnarskrármálið verið keyrt áfram eins og engin sé stjórnarandstaðan, rétt eins og allir séu sammála og vilji svo til að einhverjir hafi aðrar skoðanir, þá skuli þeir hundsaðir.

Þetta er ekki aðferðin sem meirihluti má nota í jafn mikilvægu máli. Raunar er það þannig að meirihluti sem setur ósanngjörn lög á það á hættu að nýr meirihluti afnemi þau lög að hluta eða öllu leyti. Til hvers er þá allur bardaginn, hávaðinn og allt þetta erfiði?

Ég skil fyllilega þá þörf sem margir finna í hjarta sínu fyrir því að breyta stjórnarskránni, að hluta eða að öllu leyti. Vandinn er bara sá að ég og fjöldi annarra er á móti. Raunar erum við fjölmörg sem sjáum ekki tilganginn í því gjörbreyta stjórnarskránni. Sé hins vegar ætlunin að breyta verður að gera það á þann hátt að breytingarnar haldi. Það má ekki fara að stjórnarskránni með offorsi. Illa útfærð breyting á umferðalögum getur stórskaðað vegfarendur. Til þess eru lög að þau valdi ekki skaða. Af öllum lögum er mikilvægast að stjórnarskráin haldi. Hún hefur óneitanlega gert það hingað til.

Við breytum síst af öllu stjórnarskrá til að friðþægja stjórnlagaráð eða einhverja einstaklinga sem þar sátu. Breytingarnar þurfa að vera betri og skilmerkilegri en ákvæði núverandi stjórnarskrá. Það er talsvert verkefni í sjálfu sér og krefst samstarfs margra að vinna slíkt.


mbl.is Sátt um áfangaskiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband