Og hvar er nú guð þegar hans er þörf?

Gamall maður, gerist þreyttur, gefst upp, fer á eftirlaun. Hann áttaði sig á því sem milljarður manna virðist ekki getað skilið. Elli kerling rekur endahnútinn á lífið. Jafnvel þó fólk sé sagt ganga með guði þá er ekkert víst að guð gangi með því. Í það minnsta nýtur páfinn þess ekki. Úthald hans, líkamlegur styrkur eða sá andlegi kemur ekki með sérsendingu að ofan heim í Vatíkanið. 

Þetta, góðir lesendur, er sú leið sem maðurinn fetar smám saman. Hið besta fólk getur átt í líkamlegum og andlegum erfiðleikum sem engin megnar að leysa nema hugsanlega það sjálft. Guð hjálpar ekki neinum. Af hverju skyldi hann koma Benedikt páfa til aðstoðar en ekki manninum sem þjáist af hvítblæði og sér vart annað framundan en það sem páfinn stendur andspænis? Hvers vegna lætur guð alla þessa sorg líðast?

Grandvar og góður maður er sagður guði þóknanlegur. Í þessu felst siðferðilegur boðskapur er vissulega réttmætur. Þóknanleikans nýtur þó enginn eða hvers vegna á fjöldi manna í erfiðleikum með að fæða sig og klæða? Stærsti hluti mannkynsins er gott fólk. Lítill minnihluti er vont fólk en það kemst upp með ógnarverk sín, ofbeldi og jafnvel morð og sumir lifa í vellystingum fram á elliár? Guð er líklega önnum kafinn í öðrum stjörnukerfum.

Þannig vangaveltur hafa kvalið hvern hugsandi mann, allt frá upphafi tíma og fram til þessa dags. Svarið er einfalt. Sé guð til þá skiptir hann sér ekkert af, hann daufheyrist við öllum bænum og beiðnum eða þá að hann kemst hreinlega ekki yfir allt sem ætlast er til af honum. Fyrir þessu eru ótal dæmi. Þetta er ómótmælanlegt. Það er ekkert réttlæti eða óréttlæti til fyrir guði.

Og hvers vegna ætti Benedikt páfi ekki að vera allt eins þreyttur eftir langa æfi eins og forfeður hans og og mæður voru vissulega? Páfinn, forsetinn, konungurinn, ríki maðurinn, sá fátæki, millistéttin - allir í heiminum eiga í sömu erfiðleikum alla æfi, að komast af.

Þeir sem komast fram yfir miðjan aldur og eitthvað lengra að lokum eina glímu eftir og hún er fyrirfram töpuð. Skiptir engu hvað maður hefur haft fyrir stafni á langri lífsleið. Guð er ekkert að pæla í þessu liði á plánetunni Jörð.


mbl.is Afsögn páfa hefur tekið gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband