Veit ríkissjónvarpið hvar Landmannalaugar eru?
25.2.2013 | 22:27
Fátt er eins gremjulegt og þegar fjölmiðlar fara rangt með í landafræðinni. Stundum gerist það óvart en oft er það vegna vanþekkingar. Ástæðan skiptir svo sem engu máli. Birtingin er ámælisverð.
Ríkissjónvarpið varð sér til háborinnar skammar í kvöld þegar það birti sama vitlausa landakortið í báðum kvöldfréttatímum sínum, kl. 19 og 22.
Á kortinu eru Landmannalaugar sagðar skammt suðaustan við Fimmvörðuháls, nærri Sólheimajökli. Fyrst hélt ég að fréttin væri röng og fólkið hefði lent í vandræðum á Fimmvörðuhálsi, líklega í Skógaá. Nei, það reyndist ekki rétt. Sá sem samdi fréttina var bara svona slakur í landafræðinni.
Landmannalaugar eru um fimmtíu kílómetrum norðar en kort Ríkisútvarpsins sýnir. Á þessu korti, sem ég tók af vefsíðu Ríkisútvarpsins, hef ég merkt lítið x þar sem Landmannalaugar eru í raun og veru. Kortið er annars ágætt nema hvað Íslandskortinu hægra megin er ofaukið. Það er of lítið, tónar alls ekki við stærsta hluta kortsins. Allir þekkja lögun landsins og vita hvar þessi bútur af landinu er.
Þyrlan lent í Fossvogi með fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar ég sá fréttina hugsaði ég einmitt hvað þú myndir segja við þessu.
En það eru ekki bara Landmannalaugar, Hella er líka víðsfjarri Hellu á kortinu. Sennilega einhver mistök á ferð eða óklárað kort.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.2.2013 kl. 22:47
Eða að forritið hafi ekki virkað sem skyldi.
Mistök sem þessi eru hvimleið og ættu ekki að sjást. Betra hefði verið að nota venjulegt kort.
Ein sérkennilegasta villa sem eg hefi rekist á má lesa í Ísafold 1892. Þar er talað um fjallveginn milli Ömunmdarfjarðar og Seyðisfjarðar! Auðvitað átti Súgandafjörður að vera þar!
Björn Jónsson þótti mistækur í siin blaðamennsku, oft allt of fljótfær og ekki alltaf tilbúinn að viðurkenna mistök. Fræg er senna hans um örnefni er deila hans við Hannes Þorsteinsson ritstjóra Þjóðólfs um gatið en hann birti mynd af Gatklettinum við Arnarstapa og nefndi Dyrhóla!
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2013 kl. 07:39
Annars er furðulegt að fólki skuli detta í hug sú firra að fara í Landmannalaugar undir þessum kringumstæðum. Svona fólk á að rukka fyrir heimskupör sín.
Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2013 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.