Skítkast Össurar

Í örvæntingu sinni grípur Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, til gamalkunnra aðferða á leið sinni úr ráðherrastólnum samkvæmt viðtali við dv.is í dag.

Hann lærði það af Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar að ráðast með persónulegu skítkasti á forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Hann veit sem er að lygin verður sannleikanum yfirsterkari ef hún er endurtekin nógu oft.

Þegar 65% landsmanna eru á móti aðlögunarviðræðunum við ESB heldur Össur því fram að sá flokkur sem er sammála meirihlutanum sé á leið í pólitíska einangrun. Hvernig gengur það upp?

Össur heldur því fram að klíkur ráði Sjálfstæðisflokknum. Ég er var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar mættu 1500 manns. Hvernig klíka geti stjórnað þessum fjöld er mér hulin ráðgáta. Að minnsta kosti krafðist Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson eða Kjartan Gunnarsson einskis af mér eða þeim ég hafði mest samskipti við á fundinum.

Þvílíkt bull sem lekur úr fráfarandi utanríkisráðherra. Honum mun ekki í þetta sinn takast að rægja forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Hann ætti að einbeita sér að því að vinna að viðgerðum í Samfylkingunni og læra málefnalegar rökræður í stað skítkastsins sem hann hefur tileinkað sér. 

Og svo er ekki úr vegi að ítreka það að þjóðin ætlar að hætta við þessar aðlögunarviðræður. Hún bað ekki um þær en hefur fullan rétt til að taka í bremsuna. Hverjir voru það sem vildu ekki spyrja þjóðina áður en aðildarumsókn væri send? Jú, Össur var einn þeirra og hann er núna skelfingu lostinn vegna þess að framtíðin er honum ekki björt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Geir Leifsson

...og svo lærir hann ekki einu sinni frasana sína rétt.

Það heitir "Teboðshreyfing", ekki "Tepokahreyfing" :D

Kristján Guy Burgess, vopnaberi Össurar (og sá þeirra sem kann eitthvað annað en líffræði Murtunnar) þarf greinilega að skerpa sig í þjálfuninni.

Merkilegt hvað þessi oflátungur hefur fengið að hafa sig i frammi.

Björn Geir Leifsson, 25.2.2013 kl. 20:18

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það er merkilegt að sjá örvæntingarfull viðbrögð Össurar, eftir Landsfund Sjálfstæðisflokks. Varla er hægt að komast fjær málefnalegri rökræðu en Össur gerir í þessu viðtali. Honum væri nær að huga að ört fallandi gengi Samfylkingar, en að afhjúpa sig sem landsins mesta aula. Ætli Sædýrasafnið eigi ekki gamlan skáp til að geyma fyrirbærið Össur Skarphéðinsson ? Landsmenn nenna ekki að hlægja lengur að trúðnum.

Samstaða þjóðar, 25.2.2013 kl. 20:44

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég held að minn fyrsti landsfundur hafi verið 1973 eða 1974, man það ekki. Aldrei hefur nokkur landsfundur verið betur heppnaður en þessi og ég hef mikla trú á að Sjálfstæðisflokknum muni þar af leiðandi ganga vel í næstu kosningum. Hvað menn eins og Össur gerir skiptir ekki lengur neinu máli. Tími hans er liðinn, tími hinnar norrænu velferðarstjórnar er liðinn. Við horfum fram til betri tíma er fullveldi landsins verður tryggt með því að þjóðin hafnar aðlögunarviðræðum við ESB.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.2.2013 kl. 21:36

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Össur er ekkert hræddur við fylgisleka (SF) af því að það er fata sem tekur við fylgislekanum og er fatan kölluð (BF).

Jóhanna Sig. hefur sagt það og Guðmundur Steingríms. hefur ekki mótmælt því að það sé enginn munur á (SF) og (BF).

Björgunarflokkurinn (BF) kemur til með að fylgja og styðja allt sem (SF) kemur til með að leggja fram, og þetta veit Össur.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 26.2.2013 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband