Undirstađan eftir Ayn Rand - vonbrigđi

Undirstadan_cover_LQ_compact

Ég lauk um daginn viđ ađ lesa bókina Undirstađan eftir Ayn Rand en hana fékk ég í jólagjöf. Ţetta er heilmikill dođrantur upp á 1146 blađsíđur.

Mig hefur í dálítinn tíma langađ til ađ segja frá bókinni hér, rétt eins og ég hef sagt frá nokkrum öđrum sem ég hef lesiđ upp á síđkastiđ. Vandinn er sá ađ ég á eiginlega í vandrćđum međ ađ tjá mig í stuttu máli um hana. Annar vandinn er sá ađ ég met bćkur út af brjóstvitinu einu saman og ţađ gćti truflađ einhverja lesendur mína ađ ég hef enga forfrömun haft í litteratúr. Lćt samt vađa.

Ađ mörgu leyti er bókin áhugaverđ. Ađ sumu leyti má bera hana saman viđ Grettissögu vegna ţess ađ í henni er mikil speki fólgin ţó söguhetjan sé ekki eins farsćl og sú í Undirstöđunni.

Ţá verđa ég ađ skipta umsögninni í tvennt, bođskapinn og bókmenntalega gildiđ.

Lítiđ skemmtigildi 

Ţetta er pólitísk saga, á ađ fćra manni sanninn um ađ frjálst markađskerfi sé hiđ skynsamlegasta fyrir samfélagiđ. Ţví er ég fyllilega sammála  og ţurfti ekki Undirstöđuna til ađ sannfćra mig. Hins vegar fer fyrir höfundi bókarinnar, rétt eins og öđrum sem ćtla ađ sannfćra fólk um pólitík međ skáldsögu, ađ henni mistekst.

Út frá bókmenntalegum kögunarhóli finnst mér sagan ómöguleg. Söguhetjurnar eru ţokkalega mótađar í upphafi en svo gerist ţađ ađ ţćr verđa hrćđilegar ósannfćrandi andstćđur. Svona eins og Tarsan og óvinir hans, Hrói höttur og fógetinn svo dćmi sú tekin um skemmtilegar sögur og ćvintýri.

Skemmtigildi Undirstöđunnar er hins vegar ekkert. Pólitíkin er fín en líđur fyrir hiđ fyrrnefnda.

Söguhetjan er Dagný Taggart sem međ Jim bróđur sínum erfir járnbrautafyrirtćkiđ Taggart Transcontinental. Dagný er góđa konan, Jim er vondi kallinn og versnar undurfurđulega eftir ţví sem á söguna líđur.

Rćtur í kaldastríđinu 

Bókin kom út í Bandaríkjunum áriđ 1957 og uppgangur kommúnismans og ráđstjórnarfyrirkomulagiđ víđa um heim veldur Any Rand áhyggjum. Hún hefur í bókinni búiđ til heimsmynd ţar sem víđast hvar eru alţýđulýđveldi, sem sagt kommúnístisk stjórnarfyrirkomulag og bókin lýsir hnignun einkaframtaksins vegna miđstýringar og getuleysis stjórnvalda.

Eflaust hefur bókin veriđ ţokkalegt innlegg inn í stjórnmálaumrćđuna í Bandaríkjunum á árunum eftir McCarthyismann og jafnvel átt ţátt í ţví ađ draga úr ţeim skađa er sá armi mađur olli á ţjóđfélaginu. Í dag er bókin úrelt og jafnvel hlćgileg. Ţróun stjórnmálanna hafa orđiđ međ ţeim hćtti ađ á Vesturlöndum og jafnvel víđast annars stađar er síst af öllu dregiđ úr vćgi einkaframtaksins. Í ţví er fólgin sú orka sem öll samfélög ţurfa til ađ ţrífast. Hin kalda hendi ríkisins er alltaf vandamál og fćstir eru algjörlega á ţví ađ hún leysi vandamálin, ekki einu sinni Kínverjar eru á ţeirri skođun.

Einsleitar söguhetjur 

Söguhetjur bókarinnar eru ţreytandi til lengdar. Dagný Taggart er hreinlega femínísk, ekki ađeins í orđi heldur á borđi. Hún kann allt og gerir allt og er, rétt eins og félagar hennar sem, ţvílíkur gáfumađur ađ lesandinn trúir vart sínum eigin augum og hugsar međ sér, ţvílík della. Andstćđingar Dagnýjar eru margir hverjir vel gefnir en ţeir eru vondir og fas ţeirra og líkamstjáning virđist benda til illskunnar.

Allur almenningur virđist í bókinni vera einhvers konar lýđur sem hefur enga skynsemi til ađ bera, lćtur allt yfir sig ganga og er eiginlega svo ákaflega óađlađandi og leiđinlegur eins í samanburđi viđ góđa liđiđ. 

Söguţráđurinn liđast áfram, annars vegar af ótrúlega löngum heimspekilegum vangaveltum og hins vegar af stirđbusalegum atburđum sem Dagný Taggart og flotta liđiđ hennar tengir saman. Um leiđ sést hvernig allt fer í kalda kol og stjórnvöld uppgötva ađ ţau geta ekki veriđ án einkaframtaksins og reyna ţví ađ sulla ţví saman viđ hin meinta alţýđustefnu međ mútum og hótunum.

Heimspekin 

Einn stórbrotnasti atburđur bókarinnar gerist ţegar leiđtogi ţjóđarinnar á ađ flytja sjónvarpsávarp og allar silkihúfur landsins eru komnar saman viđ ţađ tćkifćri og John Galt, einn af gáfuđu og góđu gćjunum, tekur útsendinguna yfir og flytur mergjađ ávarp. Í bókinni er rćđan upp á sextíu blađsíđur sem líklega ţýđir um tveggja tíma upplestur ef ekki lengri, og hann er látinn afskiptalaus af yfirvöldum. Ţađ er svona frekar ótrúlegt en á móti kemur ađ góđa liđiđ hefur miklu betri yfirráđ yfir allri tćkni en vondu kallarnir.

Svona vendingar ganga auđvitađ ekki upp í sögunni, ekki frekar en svo margt annađ. Höfundi er nokk sama, Ayn Rand beygir frásögnina og söguna alla í pólitískum tilgangi og gengur einfaldlega fram af lesendum sínum í óraunsćjum tilbúningi.

Hins vegar bera ađ geta ţess ađ rćđa John Galt er hin prýđilegasta lesning og bođskapurinn einkar áhugaverđur. Hann er til dćmis látinn segja ţetta sem er nokkuđ djúpt:

Siđferđi, sem reisir kröfur á ţörf, notar tómiđ - ţađ sem ekki er til - sem mćlikvarđa á dygđ; ţađ verđlaunar skort, ósigur, bresti, mistök, galla - núlliđ. [sjá bls. 1013]

Ađ lokum 

Ég gćti malađ hérna lengi áfram en lćt ţetta duga um bókina undirstađan eftir Ayn Ryand. Get ekki mćlt međ henni nema viđ ţá sem áhuga hafa á stjórnmálalegum viđhorfum. Hún olli mér vonbirgđum. Ég verđ ţó ađ viđurkenna ađ ég hafđi lúmskt gaman af ţví ađ lesa bókina, var einkar forvitinn yfir örlögum alţýđulýđveldis Bandarríkjanna.

Tvisvar verđur sá feginn sem á steininn sest, segir í gömlu orđtaki. Fyrir mig var ţađ álíka, ég varđ ađ tvennu leyti sáttur yfir ţví ađ hafa klárađ bókina.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband