Ótrúleg mynd af vök

Getur verið að loftsteinsbrot sem kemur með ógnarhraða myndi frekar hringlaga og reglulega vök á ísiþöktu vatni frekar en að ísinn brotni óreglulega rétt eins og gler?

Mér finnst það hreinlega með ólíkindum ef þessi mynd af vökinni í rússneska vatninu sé eftir loftstein. Hann var sagður hafa komið inn í lofthjúpinn og sprungið þegar fartin á honum var eitthvað um 40 km á sekúndu. Við það hafi hann splundrast í óteljandi agnir. En aðfallshornið var ekki lóðrétt þó vökin gæti hafa verið þannig mynduð að eitthvað hafi pompað lóðrétt ofan á ísinn.

Það var þrýstibylgjan eftir sprenginguna sem olli hins vegar skaða á mannvirkjum. Og eftir stendur vök á vatninu, þannig í laginu að hún hefur allt eins getað verið söguð út af heimamönnum. 


mbl.is Fundu brot úr loftsteininum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband