Nýtt þing mun afnema verðtrygginguna
11.2.2013 | 09:42
Verðtryggingunni verður breytt á næsta þingi. Framsóknarflokkurinn er á þeirri skoðun og Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti tillögur í þá veru á síðasta landsfundi og mun hnykkja á þeim á næsta landsfundi.
Báðir þessir flokkar gera sér grein fyrir því að það gengur ekki að stór hluti landsmanna sé lokaður inni í höftum verðtryggingarinnar með öllum þeim fylgikvillum sem það hefur fyrir einstaklinga og þjóðfélag.
Þessir tveir flokkar munu fá meirihluta í næstu kosningum og þá munu þeir framkvæma það sem Samfylkingin og Vinstri grænir þorðu ekki og leiðrétta misgjörðir vinstra liðsins.
Ný ríkisstjórn mun taka við hreinu borði. Vinstri menn hafa kappkostað að færa bókhald og taka til á borðum sínum og hafa verið önnum kafnir við það. Hins vegar hafa þeir ekkert gert í að auka verðmætasköpunina í þjóðfélaginu sem er grunnatriði. Allt annað skilar sé framleiði samfélagið til útflutnings. Engin verðmætasköpun verður í lokuð samfélagi hafta og skattaáþjánar.
Afnám verðtryggingar lykilatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvers vegna hafa þá þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki svarað því hvort þeir ætli að styðja þetta?
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1545-frumvarp-um-afnam-verdtryggingar
Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2013 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.