Eldgos við Kleifarvatn?

DSCN5191

Jarðfræðingar eru ólíkindatól. Held að í jarðfræðinni hljóti að vera skyldukúrs um takmarkaða upplýsingagjöf. Ástæðan er sú að þeir eru hræddir um að hræða fólk og svo hitt að hafa rangt fyrir sér. Ari Trausti er skárri en margir. Hann tjáir sig um stöðuna og hirðir minna um álit almennings.

Einhverju sinni sagðist hann ekki vilja búa í Vestmannaeyjum vegna eldgosahættu. Ekki hlaut hann nein ámæli fyrir þá skoðun sína enda vandséð hvernig hægt væri að réttlæta það. 

Varnagli Ara Trausta er eðlilega sá að náttúran er um margt óútreiknanleg, ólíkindatól, eins og hann orðar það.

Á milli línanna í viðtalinu má lesa að jarðfræðingar hafa verulegar áhyggjur af stöðunni við Krísuvík og á Sveifluhálsi. Fyrir um tveimur árum byrjaði órói þarna sem enn sér ekki fyrir endann á. Eflaust þarf lítið til að kvikan brjótist upp á yfirborðið og eiginlega eru jarðfræðingarnir hræddastir við að þannig verði gangurinn, ekki að þetta allt hjaðni. Þeir vilja bara ekki segja það.

Þegar staðið er uppi á Keili, Helgafelli, Lönguhlíðum, Trölladyngju eða Grindaskörðum og litið yfir ægifagrar hraunbreiðurnar ætti það ekki að koma leikmanni neitt á óvart að aftur byrjaði að gjósa. Þannig er landið og þannig verður það.

Meðfylgjandi mynd er tekin á Keili og horft til Höskuldarvalla og Trölladyngju.


mbl.is „Eldstöðvarnar eru ólíkindatól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á bloggpistil minn um þetta efni í morgun. Þrátt fyrir að "Krýsuvík sé í gjörgæslu" er búið að gefa grænt ljós að að fara út í virkjanir þar og víðar á þessu "gjörgæslusvæði" til þess að skrapa saman í brot af þeim 650 megavöttum, sem álver í Helguvík krefst og enginn sér enn, hvar á að fá orku fyrir.

Ómar Ragnarsson, 11.2.2013 kl. 13:58

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það á að totta þá orku sem hægt er út úr landinu, skiptir engu hvar eða hvernig. bendi á sovkallaða Hellisheiðarvirkjun sem stendur við Kolviðarhól. Framkvæmdir þar hafa stórskaðað fallegt landsvæði.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.2.2013 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband