Apaspilið með Vaðlaheiðagöngin

Vaðlaheiðagöng verða afskaplega mikilvæg en því verður þó ekki neitað að svo er um maragar aðrar framkvæmdir í samgönguáætlun. Það er líka rétt að Borgarfjarðarbrúin var á sínum tíma afskaplega þörf framkvæmd. Þar með lýkur samanburði á þessum tveimur mannvirkjum.

Borgarfjarðarbrúin styttir verulega vegalengdir, líklega um tæpa þrjátíu kílómetra fyrir þá sem fara vestur yfir Mýrar en skemur fyrir þá sem voru á leið norður Borgarfjörð. Styttingin vegna Vaðlaheiðaganga er aðeins um sextán kílómetrar.

Flestir eru munu vera sáttir við að göngu verði boruð í gegnum Vaðlaheiði. Munum þó hvernig staðið hefur verið að framkvæmdinni. Hún er sögð einkaframkvæmd en engu að síður er Vegagerð ríkisins eigandi að 51% hluta félagsins. Svo lánar ríkissjóður 8,7 milljarðar króna í framkvæmdina.

Nauðsynlegt er að greint sé á milli mannvirkisins og hvernig það kom til. Í því ljósi er óumdeilanlegt að Vaðlaheiðagöng munu skipta máli. Hitt er líka vitað að ekki munu allir vegfarendur greiða fyrir notkun gangnanna heldur aka Víkurskarð eftir sem áður enda er það óskaplega falleg ökuleið og henni verður viðhaldið um ókomin ár. Vegafarendur eiga því um tvo kosti að velja. Ekki er öruggt um að allir velji göngin.

Það sem allir setja út á er aðferðin. Ekki var hægt að troða Vaðlaheiðagöngum fremst á samgönguáætlun, önnur göng eru talin miklu mikilvægari. Þess vegna var sú leið farin að skrökva til um framkvæmdina, segja hana einkaframkvæmd, sem hún er ekki. Fullyrt hefur verið að göngin standi undir stofnkostnaði og rekstri. Fjölmargir hafa með rökum dregið það í efa.

Niðurstaðan verður eflaust svipuð og annars staðar. Þegar mannvirkið hefur verið klárað er ekki nokkur leið að koma því í burtu. Kostnaðurinn leggst þar af leiðandi á ríkissjóð. Þegar Borgarfjarðarbrúin var byggð greiddi ríkissjóður alfarið fyrir hana. Er það ekki hreinlegra en að leggja í einhvern „monkíbissnis“.


mbl.is Vaðlaheiðargöng eitt af lykilmannvirkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Sæll Sigurður.

Já ég er hræddum um að menn hafi lagst í miklar reiknikúnstir til að réttlæta fyrirkomulagið á þessari fjármögnun. Ég hef aðeins skrifað um þetta.

Eiga Vaðlaheiðargöng eftir að borga sig upp?

Vaðlaheiði: Greiðsluvilji ofmetinn?

Vaðlaheiðargöng for Dummies

Einar Karl, 10.2.2013 kl. 13:48

2 Smámynd: Einar Karl

Afsakaðu stríðsletrið! Það var óvart! :-)

Einar Karl, 10.2.2013 kl. 13:48

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skelfilegt þetta stríðsletur, mér krossbrá ... ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.2.2013 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband