Lýðræðishallinn í Evrópusambandinu

Er það í anda lýðræðisins að sækja um aðild að Evrópusambandinu, án þess að ganga úr skugga um að þjóðin styðji þá umsókn? Er það ásættanlegt frá sjónarmiði lýðræðisins, ef annar þeirra stjórnmálaflokka, sem standa að umsókn Íslands, er yfirlýstur andstæðingur aðildar? 

Þessar spurningar leggur Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi þingmaður og sendiherra í ágætri grein í Morgunblaðinu í morgun um lýðræðishallann í Evrópusambandinu. Hann velti fyrir sér eðli sambandsins og skortinn á lýðræðinu í því. Hann segir:

Mesta athygli vekur þó þögn aðildarsinna um svokallaðan lýðræðishalla ESB. Um hann er ekki rætt þótt það sé yfirlýstur draumur þessara aðila, að Ísland verði aðili að þessum hallarekstri. Í Evrópusambandinu er hins vegar mikil umræða um þennan vanda sambandsins. Þar gera stjórnmálamenn, stjórnmálafræðingar og heimspekingar sér grein fyrir því, að einmitt þessi vandi Evrópusambandsins vegur að sjálfri undirstöðu hugmyndanna um samstarf og samruna Evrópuríkja í þeirri viðleitni þeirra að tryggja íbúum álfunnar frið, hagsæld og lýðréttindi.

Og Tómas er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu en hann ræðir heiðarlega um sambandið enda þekkir hann vel til innviða þess. 

Rétt er að athuga það, að umræður um vaxandi veikleika lýðræðisins innan ESB eru langt frá því að vera höfuðverkur þeirra einna, sem eru almennt á móti aðild að bandalaginu. Ég á fjölmennan hóp vina og kunningja í Evrópulöndum, sem eru heiðarlegir og einarðir stuðningsmenn ESB, en hafa þungar áhyggjur af því sem ESB kallar sjálft „lýðræðishalla“ sambandsins. Stjórnmálamenn, stjórnmálafræðingar og háskólamenn, sem augljóslega eiga sér þann draum að stuðla að samstarfi Evrópuríkja innan ESB, skrifa fróðlegar greinar í dagblöð og tímarit og gefa út bækur um þessi efni. Er sú umfjöllun langt frá þeirri þögn eða afneitun á vandanum, sem kemur fram og er meginstef í málflutningi aðildarsinna á Íslandi. Þeir eru einhver einangraðasti og sjálfhverfasti flokkur pólitískra blindingja, sem ég hef nokkru sinni kynnst.

Þetta eru áhugaverð umfjöllin ekki síst um málflutning aðildarsinna hér á landi. Skyldu þeir nokkuð fylgjast með umræðunni úti í Evrópu eða þóknast það ekki hagsmunum þeirra að nefna hana?

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband