Í gróðavon verður gullgæsinni slátrað

Skatttekjur
Þrátt fyrir skattahækkanir á umliðnum árum voru skatttekjur ríkissjóðs á laun og hagnað á hvern starfandi mann á liðnu ári nánast jafn miklar að raunvirði og á árinu 2004.
 
Þetta hefur Morgunblaðið í morgun eftir Júpíter rekstrarfélagi og meðfylgjandi súlurit fylgir til skýringar fréttinni.
 
Þetta er eiginlega stórmerkilegt og bendir til „að tekjuaukning ríkissjóð hafi nánast verið engin á hvern starfandi mann“, eins og fram kemur í fréttinni.
 
Tvennt getur skýrt þessa aumlegu stöðu ríkissjóðs eftir nær fjögurra ára valdatíma klofinnar ríkisstjórnar norrænnar velferðar og skjaldborgar. Annars vegar hefur atvinnuþátttaka minnkað afar mikið vegna atvinnuleysis og landflótta. Hins vegar gerist það óvænta að almenningur heldur að sér hendinni svo ofurskattlagður sem hann er. Jaðarskatturinn er svo hár að það borgar sig ekki að vinna mikið.
 
Fyrir vikið dregur úr skatttekjum ríkissjóðs. Vinstri stjórnin ætti auðvitað að vera samkvæm sjálfri sér og hækka enn skattana, reyna að kreista meira út úr almenningi. Það mun áreiðanlega takast enda margoft verið bent á að gullgæsinni má slátra, inni í henni eru ótrúleg auðæfi.
 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband