Menn, málefni, vítt umboð og faðmlag

Einn af þeim sem farið hefur mikinn og stundum rosalega í stjórnmálum er Lýður Árnason, læknir og stjórnlagaráðsmaður. Hann ætlaði sér að fara fram fyrir stjórnmálaflokkinn Dögun en eins og gerist svo oft með kappsama menn gat honum ekki lynt við aðra og hefur því sagt sig úr flokknum.

Nú leita þessir hann að öðrum sem hafa sömu tilfinningu fyrir samvinnu því hann ætlar að bjóða sig fram fyrir þjóðina hvort sem hún vill eða ekki.

Mér finnst eins og ég hafi séð þetta leikrit áður eða sambærilegt. Man eftir Borgarahreyfingunni sem sprakk í loft upp vegna baktals og samvinnuskorti á fyrstu dögunum eftir þingsetningu 2009. Þá varð til Hreyfing með þremur mönnum og einn hrökklaðist í VG sem núna hefur tapað miklu fylgi. Þessir þrír hafa svo hlaupið í aðra flokk svo annað er ekki eftir að Hreyfingunni en minningin ein.

Án efa finnur Lýður Árnason sér annan flokk eða stofnar nýjan. Spái honum langlífi í stjórnmálum þurfi hann ekki að takast á við leiðindi eins og samvinnu. Mér finnst fréttin í dv.is um klofning Dögunar svo afar falleg, sérstaklega eftirfarandi sem haft er eftir Lýð, þó ég skilji ekkert í orðum hans:

Þetta var spurningin hvort að það ætti að leggja meiri áherslu á menn eða meiri áherslu á málefnin. Það voru þarna fleiri sem vildu leggja áherslu á málefnin. Ég vildi leggja meiri áherslu á að fá víðara umboð hvað frambjóðendur varðar, ekki þrengja þetta um of. Þetta var allt í góðu. Þetta var bara kaffibolli og tilkynning og svo föðmuðust allir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband