Virða Vegagerðinni það til betri vegar ...

Þó velvirðing sé ekki beinlínis afsökunarbeiðni má virða það til betri vegar að Vegagerðinni þyki ófarir vegfarenda á þjóðvegum verðskuldi samúð ...

Bein og klár vegfarendavirðing er sjaldgæf hjá stofnuninni og þar er nú yfirleitt vísað á Pílatus ef almenningur á í vanda. Á hitt ber að benda að gallaðir vegir valdið miklu tjóni á ökutækjum og óvíst hver beri endanlega ábyrgð. Kannski er Vegagerðin tilbúin að samþykkja eitthvað fyrir sína parta.

Batnandi fóli (líka fólki) er best að lifa, segir einhvers staðar og ljóst að hvort sem velvirðingin hafi verið fundin upp hjá almannatengslum stofnunarinnar eða komið frá hjartastað hennar, eða þar um kring, getur hún einhent sér í að vinna í að leysa vandamálið en ekki vera stöðugt með hugann við fjölmiðlaumfjöllunina. Það er einmitt þetta sem iðulega gerist hjá stofnunum og jafnvel fyrirtækjum að reynt sé að smeygja sér framhjá ábyrgðinni, sleppa afsökunarbeiðninni (eða velvirðingunni). Þá fyrst verður allt vitlaust og friðurinn út. 


mbl.is Vegagerðin biðst velvirðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband