Grætur ekki hörmuleg örlög VG

Mikill hiti er í andstæðingum ESB aðildar, ekki síst meðal flokksmanna Vinstri grænna. Þar stendur flokksforystan í daglegri nauðvörn gegn gagnrýni almennra flokksfélaga sem þó fer fækkandi eins og sjá má á skoðanakönnunum um fylgi stjórnmálaflokka.

Vinstri vaktin gegn ESB er eindregið á móti aðild og hefur bent á að aðlögunarviðræðurnar séu stórhættulegar. Á vefnum skrifar GI eftirfarandi í dag:

Sá sem hér heldur á penna í þetta skiptið hér á Vinstri vaktinni telur að hin gömlu gildi "vinstri" og "hægri" verði einfaldlega að setja til hliðar nú um stund á meðan að þessu ófyrirleitna og lymskulega umsátri stendur um sjálfsstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar.

Þjóðin þarf með öllum ráðum að verjast þessum úrtölu- og niðurrisfs öflum sem engu eira í áróðurs lygaþælu sinni við að koma þjóðinni með góðu eða illu undir Brussel valdið. Við getum ekki grátið hörmuleg örlög VG endalaust við þurfum að bíta á jaxlinn og safna liði fram til sóknar.

Við þurfum e.t.v. að huga alvarlega að því að stofna nýtt stjórnmála afl sem getur vill og kann og færi fram í kosningunum í vor í öllum kjördæmum. Flokk sem einarðlega talar máli okkar sem erum hörð í ESB andstöðunni. 

Andstaðan gegn ESB aðild byggist ekki á hefðbundinni skilgreiningu á vinstri og hægri. Til þess er málið alltof mikilvægt og varðar hvorki meira né minna en fullveldi þjóðarinnar. Fjölmargir hafa áhyggjur af þróun mála og það heyrir óneitanlega til tíðinda er vinstri menn gerast svo órólegir að þeir segja VG skipta ekki lengur máli heldur vilja stofna nýjan flokk gegn ESB aðild. Vonbrigðin með VG hljóta að vera alveg rosaleg hjá þessu fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband