Niðurstaðan verður ekki samningur við ESB heldur aðild
16.1.2013 | 20:03
Stöðugar tafir hafa verið vegna andstöðu innan raða stjórnarflokkanna. Á ráðherraferli sínum náði Jón Bjarnason nánast að stöðva viðræðurnar með andófi innan ráðuneyta sinna. Á heildina litið má segja að umsóknarferlið hafi þegar tekið alltof mikla orku og tíma frá þjóðinni. Samningur hefði átt að vera á borðinu nú og þjóðin að kynna sér innihaldið og mynda sér afstöðu.
Ég botna ekkert í Reyni Traustasyni, ritstjóra, DV. Ofangreint er úr forystugrein blaðsins í dag. Hann ræðir um ESB málið og heldur því fram að hann snúist um samning. Það er alrangt. Aðildarferlið gengur alls ekki út á samning. Það gengur út á inngöngu. Af hverju skilur Reynir og fjöldi manns þetta ekki.
Um er að ræða aðlögun Íslands að stjórnarskrá ESB, Lissabonsáttmálanum. Við getum í hæsta máta búist við tímabundnum undanþágum, engu meira. Við þurfum að samþykka Lissabonsáttmálann í öllu, smáu sem stóru.
Það var Jón Bjarnason sem vakti athygli þjóðarinnar með andófi sínu innan ráðuneyta sinna og það er ekki lítið sem hann afrekaði. Því er engin ástæða fyrir Reyni að agnúast út í Jón nema því aðeins að hann vilji að við göngum í ESB. Hann ætti á einfaldlega að segja það upphátt.
Auðvitað les Reynir Traustason ekki þetta blogg, en engu að síður skora ég á hann að færa einhver rök fyrir því að um samning sé að ræða í aðlögunarviðræðunum við ESB.
Nú, svari Reynir ekki þá er aðeins tvennt uppi, annað hvort hefur hann ekki séð þessa áskorun eða hann getur ekki orðið við henni. Í raun skiptir enginn hvort er. Enginn samningur verður gerður í lok aðlögunarviðræðnanna. Ísland er að ganga í ESB en ekki öfugt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.