Stórkostlegt afrek, fordćmalaust

920430-163

Líklega gera fćstir sér grein fyrir ţví hversu mikiđ afrek ţađ er ađ ganga einn á Suđurskautiđ líkt og Vilborg Arna Gissurardóttir er nú ađ klára. Íslendingar eru orđnir of góđu vanir. Mörgum óar viđ slagveđursrigningu, fjölmiđlavíkingar draga upp ţá mynd ađ ţá ađeins ađ sól skíni sé veđriđ gott. Ţoka er vont veđur, einnig hvassviđri (sem oftast er nefnt vindur og ţá lítill eđa mikill eftir atvikum). 

Ţađ var svo rétt sem Guđmundur Einarsson frá Miđdal sagđi í bók sinni Fjallamenn:

Íslendingar eru skyldugir til ađ leggja stund á göngur og skíđaíţrótt, ţá vaxa ţeim ekki fjarlćgđir í augum. Sund, leikfimi og fleiri íţróttir eru ágćtur undirbúningur fyrir fjallgöngumann jafnframt ţví, ađ hann beri virđingu fyrir líkama sínum. Ég veit, ađ fyrstu tilraunum fylgir nokkur hćtta, ef ekki er reynt fólk međ í för. En ţađ aftrar mér ekki frá ađ hvetja fólk til ađ ganga á fjöll. Fleiri og vođalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum. Ég hef séđ kunningja minn hrapa til dauđa í Alpafjöllunum, en ţađ fékk mér ekki eins mikillar sorgar og ađ sjá fjölda fólks, sem ég ţekki, grotna niđur af fitu, leti og óreglu. 

Ég vitna oft í ţessa hugsun Guđmundar ţegar fólk tekur andköf yfir meintum afrekum fólk í gönguferđum, fjallaferđum eđa skíđaferđum hér innanlands og eru ţó ţau miklu minni og „ómerkilegri“ en afrek Vilborgar Örnu.

Og hvers vegna skyldi fólk ekki takast á viđ náttúruöflin? Í fyrsta lagi veitir sú reynsla afar mikla ánćgju og gleđi. Í öđru lagi fylgir ţví holl og góđ líkamsrćkt ekki síđur fyrir heilabúiđ en skrokkinn. Í ţriđja lagi sameinar útivist og ferđalög fólk, ţetta er félagsleg íţrótt, einstaklega heillandi ađ ţví leyti. Fólk á ekki ađ taka mark á linnulausum aumingjaáróđri fjölmiđla um veđurfar. Međ reynslu og ţekkingu í bakgrunni og góđan klćđnađ verđur manni fátt ađ fjörtjóni.

En Vilborg Arna er ekki enginn aukvisi. Ekki er laust viđ ađ mađur kannist ađeins viđ tilfinninguna sem hlýtur ađ grípa hana á síđustu metrunum. Oft er ţađ ţannig í skíđagönguferđum hér innanlands ađ nokkrar vegalengdir séu á milli göngumanna ţegar veđur er gott. Stundum ganga menn ţannig tímunum saman. Yfirleitt hef ég alltaf veriđ síđastur í hópi. Flestir fullyrđa ađ ég sé miklu síđri fjallamađur en ađrir. Ég kenni hins vegar myndavélinni um. Á jöklum er mađur oft einn svolitla dagsstund en sextíu daga einvera. Ég egi nú bara Ómćgod ...

Ég veit sem er ađ allir sem stundađ hafa skíđagönguferđir fagna ţessum stórkostlega áfanga Vilborgar Örnu og um leiđ veit ég ađ ţađ örlar örugglega fyrir pínulítilli öfund hjá flestum. Öll viljum viđ ganga á Everest, fara á bćđi skautin og njóta náttúrunnar. En ţađ eru ađeins hörkutólin sem láta ţetta eftir sér.

Guđmundur Einarsson frá Miđdal orđađi hugsun sína svona: 

Mikiđ er talađ um jafnrétti og frelsi, en niđurstađan er samt sú, ađ sumir eru ofţjakađir af vinnu, ađrir eyđilagđir af iđjuleysi. Báđir tveir, iđjuleysinginn og tímaleysinginn, eru afsprengi ţjóđar, sem ekki kann ađ lifa, eđa eins og Indíánar segja: „Hvítir menn, sem hafa ekki tíma til ađ lifa.“  

Líklega eru um fimmtíu ár síđan bókin Fjallamenn kom út og allt breyst í íslensku samfélagi, vćntanlega til góđs. Ţó eru ofangreind orđ Guđmundar eins sönn í dag og er hann ritađi ţau.

Ég óska Vilborgu Örnu Gissurardóttur til hamingju međ afrekiđ. 


mbl.is Takmarkinu vćntanlega náđ í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband