Samstaða dó er Lilja hætti

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, gerði þau reginmistök að vilja ekki vera formaður Samstöð og að hætta þingmennsku næsta vor. Hvort tveggja leiddi Samstöðu til dauða. Flokkurinn var stofnaður í kringum Lilju og þreifst á þeirri hugmyndafræði sem hún lagði honum til. Með fullri virðingu fyrir öðrum forystumönnum hefur enginn þeirra næga pólitíska vigt til að draga vagninn.

Þetta er orðið eins og í íþróttunum. Samstaða komast of fljótt í keppnisform og síðan hefur dregið af henni. Formaðurinn er gjörsamlega óþekktur, hefur vart komist á blað í pólitískri umræðu. Allt þetta skiptir miklu máli og því er flokkurinn týndur. Hann sést ekki fyrir Bjartri framtíð og Hægri grænum.

Þetta er mikil synd vegna þess að Lilja Mósesdóttir vildi vel og fólk trúði henni. 


mbl.is Framtíð Samstöðu verði ákveðin á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband