Hinn málglaði þekkir ekki dyggðina að hlusta

„Nú er valið mjög skýrt fyrir þjóðina í kosningum. Ísland er í aðildarsamningum við 27 ríki og þarf forystuafl í stjórnmálum sem leiðir þá samninga til farsælla lykta. Minn flokkur þarf að útskýra fyrir þjóðinni mikilvægi þess að landið verði opið og frjálst og að við útilokum ekki að óþörfu kosti okkar í samvinnu við aðrar þjóðir. Þeir flokkar sem vilja loka landinu þurfa þá að hafa fyrir því að sannfæra þjóðina um ágæti einangrunarstefnu og hafta.

Ofangreint ef haft eftir Árna Páli Árnasyni, alþingismanni og frambjóðanda í formannskjöri Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu í morgun. 

Takið eftir talsmátanum í þingmanninum. Hann og flokkur hans býður upp á „opið og frjálst“ land með inngöngu í ESB en hinir sem ekki vilja inn í ESB vilja „loka landinu“. Þetta er ámælisverð túlkun á ólíkum viðhorfum og býður hvorki upp á heilbrigð skoðanaskipti né er manninum vænlegt til framdráttar í baráttu sinni.

Miklu frekar mætti til sanns vegar færa að þeir sem vilja aðild að ESB væru að loka landinu. Þetta er samt ekki rétt fullyrðing. Það sem Árni Páll heldur fram er einungis leiðinleg framsetning manns sem virðist ekki hafa neinn skilning á afstöðu þjóðarinnar vegna þess að hann hlustar ekki. 

Sagt hefur verið að ein mesta dyggð sem um getur er sú að hlusta. Einn versti löstur á einum manni er að hlusta ekki en tala ómælt. Þeir eru margir tölugir í Samfylkingunni og geta látið móðan mása um mikilvæg mál án þess að komast nokkurn tíma að kjarnanum, hvað þá að þeir sem leggi við eyrun séu nokkru nær um hvað ræðumaður á eiginlega við. Fyrir nokkrum árum var þessi málglaða list kölluð umræðustjórnmál.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband