Ómálga Drengur Nafnleysuson
27.12.2012 | 11:40
Enn gerist það að hin forneskjulega nefnd sem ber heitið mannanafnanefnd sendir út boðskap sinn í nafni þjóðfrelsis, fullveldis og tungumáls. Svo hefur hún gert frá landnámi að því er bestu heimildir herma. Jafnlengi hafa miðaldra karlar haft af henni ómælt gaman. Þeir senda henni ótal erindi sem bera þann ávöxt að ómálga börn munu þurfa að bera hin skrýtilegustu nöfn.
Á veitingastað í miðborg Reykjavíkur er sex manna borð úti við glugga. Vikulega hittist þar afskaplega skemmtilegt fólk og spjallar saman í rúman klukkutíma, skiptist á skoðunum og hlær dátt og slær sér á lær. Mest verða þó hlátrasköllin þegar farið er yfir þau nöfn sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt.
Þar er nú fagnað enda fær ungur drengur að burðast með fuglsnafnið Kjói. Jón Kjói Pétursson, hljómar aldeilis vel. Guðrún Íseldur Jónsdóttir eða Jón Íseldur Pétursson. Veit ekki betur en nafnið henti báðum kynjum.
Karlkynsnöfnin Huppur, Pungur, Kjálki og Breiðifoss þykja einnig vænlegt á ómálga og varnarlaus börn sem þurfa að burðast með þessi nöfn alla ævi.
Og svokölluð Mannanafnanefnd verður að taka fyrir öll bréf og svara þeim málefnalega þó borðliggjandi sé að verið er að gera at í henni. Þetta segir mér að minnsta kosti maður sem nefndur er Ofskattur Hagnaður Skógarfossson, vararformaður hópsins sem getið var um í upphafi. Næst mun reynt að fá samþykki fyrir nöfnunum Barn og Nafnleysa. Verður þá um síðir að barn verði skírt Ómála Drengur Nafnleysuson
Svo má ekki taka upp nafnið Christa vegna þess að fyrir því er engin hefð. Hef verður ekki til fyrr en búið er að sækja þrisvar um sama nafnið og fá jafnoft synjun eða ár hefur liðið frá fyrstu umsókn.
Má heita Kjói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held það þurfi að setja upp nefnd til að meta foreldrana sem eru að biðja um þessi nöfn.
Þetta kallar bara á einelti í skólunum !
Mörg dæmi sanna að börn með "skrýtin" nöfn lenda oft í einelti.
Birgir Örn Guðjónsson, 27.12.2012 kl. 12:25
Það var amast við því að barnabörnin mín fengju að eiga nafnið Cesil. Rökin voru að þetta væri karlmannsnafn, þóhef ég borið það í 67 ár.
Ég vil láta leggja þessa nefnd niður. Það er bara svo einfalt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2012 kl. 13:56
Fallegt nafn Cesil.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.12.2012 kl. 13:58
Börn eru nefnd, ekki skírð nöfnum.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.12.2012 kl. 14:07
Takk Sigurður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2012 kl. 14:18
Ég var skýrð Anna árið 1964.
Pabbi var pólitískur flóttamaður frá "júgóslavíu" og kom 1959, hann hét Mihajl Benkovic. Ég var því fyrst í stað Anna og Benkovic.
Seinna árið 1964 fékk pabbi loks (5 ár) æislenskan ríkisborgararétt og varð að taka upp íslenskt nafn. Það var ekki erfitt því Mihajl er á íslensku Mikael og afi hét Gabrjel og það er á íslensku Gabríel. Pabbi varð því Mikael Gabríelsson, en saknaði alltaf að vera líka "Benkovic" en það mátti hann ekki.
Árið 1966 fæddist bróðir minn og hann ver skýrður Stefán. Tæknilega varð hann strax Mikaelsson.
Pabbi og mamma áttu því 2 börn saman og annað hét Anna Benkovic og hitt Stefán Mikaelsson.
Það tók pabba næstum 1 ár að "semja " við mannanafnanefns, en að lokum urðum við systkynin Benkovic Mikaels-dóttir og son. Pabbi fékk aldrei að bera sitt ættarnafn aftur.
Ég er alveg sátt og veit að Benkovic-greifanafn mun deyja út með okkur systkynunum á Íslandi, en það var óþarfi að taka það af pabba.
Hitt er annað mál að ég ein ber 2 ættarnöfn og þannig hef ég annað hvort verið skráð Anna Benkovic í gegnum tíðina hjá Hagstofu Íslands, eða Anna Benkovic Mikaelsdóttir. Hið seinna nota ég orðið mest, en veit alveg hvernig mannanafnanefnd hefur verið.
ps; vil taka fram að ég elska íslensku hefðina að kenna við móður eða föður, enda er sonur minn Tómas Önnuson ;-)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 16:49
afsakið fingrainnsláttarvillur? Hefði betur lesið yfir fyrst!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 16:53
Held að þessar dæmi sem þú nefnir, Anna, stappi nærri því að vera mannréttindabrot.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.12.2012 kl. 17:12
takk Sigurður, pabbi tók alltaf nærri sér að vera sviptur ættarnafni sínu.
Það er hinsvegar skemmtileg saga um Askenazy þegar hann sótti um íslenskan ríkisborgararétt 1969, um það bil sem systir mín fæðist. Hann sagðist vel geta heitið Jón Jónsson, en þá myndu ekki margir koma á tónleikana hans!
Þetta breytti öllu hjá mannanafnanefnd og síðan held ég að aðflutt fólk hafi fengið að halda ættarnöfnum sínum?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 18:18
Langar í framhaldi af þessari umræðu að benda á að íslendingar sjálfir hafa orðið fyrir barðinu á Hagstofuskriffinsku! Vil ekki kenna þetta við mannanafnanefnd en mamma heitir Sigríður Ósk Guðmundsdóttir.
Sigríður Ósk Guðmundsdóttir var á tímabili of langt nafn til þess að hægt væri að færa það inn í tölvu Hagstofu Íslands. Þannig að mamma var skráð Sigríður Guðmundsdóttir, og er það enn!
Hún hefur hvergi staf um "Óskina" sína, eru þetta ekki mannréttindabrot?
Mamma er 82
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 19:56
Ágæt mál hér. Ég er Hrólfur Hraundal, vegna tísku sem uppi var á Íslandi á tíma afa míns í föður ætt. Ég er og verð ekki annar þó að mér hugnist betur gamalt Íslenskt nafnakerfi, jafnvel með uppnefnum.
Um þetta mætti skrifa langt mál, en það ætla ég ekki að gera. En ég vil kveða fastar að en þú Sigurður Sigurðarson og vil meina að það sé brot á mannréttindum að banna manni að nota nafnið sitt.
Þvílík dómsdagsheimska og eða fúlmennska að neita manni um að fá að vera hann sjálfur.
Svona hátterni gerir ekki annað en að niðurlægja Íslenska nafna hefð enda er innflytjandi ekki innfæddur Íslendingur og ætti ekki að þurfa að þola þá niðurlægingu, hér uppi á hinu frjálsa Íslandi að mega ekki að vera sá sem hann var þegar hann kom.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.12.2012 kl. 21:19
já, þetta er sárt Hrólfur og manneskjan er eins , hvaðan sem hún kemur. Jafnvel íslendingar elska sína eigin hefð! Takk.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 21:46
Við erum öll móður og föður börn, en ekki mannanafna-nefndar-börn.
Það eru manréttindi foreldra að gefa sínu barni nafn.
Hvers vegna mega börn ekki hafa þau sjálfsögðu mannréttindi, að bera það nafn sem foreldrarnir velja að gefa barninu sínu?
Getur virkileg einhver manna-nafna-nefnd á Íslandi stjórnað því árið 2012, hvaða nöfn einstaklingar fá leyfi til að bera?
Fyrir hverja vinnur þessi svokallaða mannanafna-nefnd?
Er íslenskukennslan í háskólunum farin að flækjast of mikið fyrir íslensku mannanafna-nefndinni?
Ég skil ekki svona afskiptasemi kerfisins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2012 kl. 22:06
Heyr heyr Hrólfur! Það mætti að mínu mati hið mesta, biðja erlent fólk er það sækir um ríkisborgarann, að taka upp eitt íslenskt nafn... en það í raun þjónar nákvæmlega engum tilgangi!
Ég þekki mann, frá Serbíu, reyndar fluttur frá landinu. Hann talaði ágætis íslensku, þó við reyndar töluðum ávallt á ensku saman. Hver er tilgangurinn að biðja hann um að taka upp íslenskt nafn? Hvað þá, eins og Anna bendir hér á, eins og á árum áður, að taka fullt íslenskt nafn? Og hvað þá"burt með fjölskyldunafnið, sem heitir ættarnafn á íslensku og er alveg algilt á Íslandi... svo af hverju gildir það ekki um erlent fólk?
Ef ég flytti til Serbíu eða Króatíu, og yrði beðinn um þetta.. færi ég fast fram á að heita Jebati Sestra Dupe (ætla nú ekki að þýða þetta), sem yrði reyndar aldrei samþykkt enda væri það nú kannski meira pólitískt en í alvöru meint.... nafnið þ.e.a.s.
ViceRoy, 27.12.2012 kl. 22:48
Sammála það ætti að leggja þessa nefnd niður,hún er hvort sem er varla til nokkurs nýt þar sem maður heyrir sífellt furðulegri nöfn á sama tíma og verið er að fella út gömul algeng Íslensk nöfn.
Sandy, 27.12.2012 kl. 22:57
Bestu þakkir fyrir athugasemdirnar við þessum pistli mínum. Ég hef reynt að skrifa af og til um þessa mannanafnanefnd vegna þess að mér finnst hún hlægileg og óþörf.
Ég skil rökin á bak við lögin um íslensk mannanöfn. Hins vegar stangast þau á við sjálfsögð mannréttindi, þau að hver einstaklingur á að fá að halda því nafni sem hann var í upphafi nefndur. Sú tilætlunarsemi að fólks sem flyst hingað til lands þurfi að taka upp eitt eða fleiri „íslensk“ nöfn er einfaldlega mannréttindabrot, þvingun stjórnvalda.
Þetta gengur ekki og hefur í raun aldrei gengið. Fólk á annað skilið en að hið opinbera ráðist með lögum að því sem einstaklingnum er helgast.
Um leið verður að taka það fram að jafnframt því að leggja þessi lög af verður að heimila einstaklingi að fá sér nýtt nafn. Margra hluta vegna geta nafnaskipti verið nauðsynleg og þörfin getur verið sprottin af heiðarlegum og sanngjörnum hvötum. Við þeim verður löggjafarvaldið líka að bregðast.
Ég er án efa einfaldur maður en ég aðhyllist einfaldleika í samfélaginu. Það á að treysta einstaklingnum, ekki hneppa hann í fjötra vegna þess að einhverjir kunna að sá sér í hag að misnota frelsið. Þá erum við að snúa málum gjörsamlega á haus og gera þjóðfélagið óþolandi.
Hér get ég haldið lengi áfram. Ég held að þetta sé hluti af stjórnmálum að auðvelda fólki að búa í samfélagi við aðra, ekki valda því vandræðum. Þetta var meðal annars það sem ég lagði áherslu á í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í síðasta mánuði en fékk ekki brautargengi, rétt eins og gengur og gerist. Það þýðir hins vegar ekki að ég sé hættur að predika þau gildi sem ég staðfastlega trúi á.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.12.2012 kl. 23:25
Að mínu mati á mannanafnanefnd að standa vörð um okkur á þann hátt, að koma í veg fyrir ónefni sem valdið geta vanda og sálarkvöl berandans þegar fram í sækir. Ég get alveg fallist á þau rök, að nöfn þurfi að falla að málinu okkar, enda sé þá verið að fjalla um nýja borgara, ekki aðflutta sem hafa átt sér nafn alla sína ævi. Ég tel að ekki eigi að leggja nefndina niður, en það verður að stokka hana stórkostlega. Carlos er nafn sem hægt er að beygja og fella að íslensku, en hvað með nafnið Jean ? Og ef það er heimilt, af hverju má þá ekki nota nafnið Christa ? Jú, það er ekki hefðbundinn ritháttur upp á íslensku. En Carlos er það ekki heldur og Jean er víðs fjarri því að geta yfirleitt lesist upp á íslensku. Hver eru rökin þar ?
Þegar ég lét ritpúkann yfirfara athugasemdina, kannaðist hann ekki við neitt af þessum nöfnum
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.12.2012 kl. 23:57
Hver bjó til íslenska málfræði? Hver kann íslenska málfræði á Íslandi í dag?
Ég er fædd og uppalin á Íslandi, en kann ekki nokkra málfræðireglu. Samt var ég í skyldu-grunnskóla í mörg þegar ég var barn.
Ég hef alltaf lært mikið af að hlusta á talað mál, bæði hérlendis og erlendis. Þannig læri ég, og þannig læra margir aðrir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.12.2012 kl. 20:15
...skyldu-grunnskóla í mörg ár... átti þetta að vera.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.12.2012 kl. 20:23
pabbi var mjög strangur faðir! Hann krafðist þess að við , börnin hans værum í topp í íslensku. "Annars verðið þið, börnin mín ANNARS FLOKKS"
Þetta var erfitt en ég sé í dag að þetta er alveg satt. +Utlendingar hérlendis eru alltaf á "leiðinni heim" ólíkt pabba, en börnin eru ekki að læra íslensku.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2012 kl. 21:38
takk fyrir að taka þessa umræðu Sigurður
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2012 kl. 21:43
Þetta er afar fróðlegt. Segir mér það fyrst og fremst að fólk er yfirleitt eins. Foreldrar hugsa um börnin sín og börnin taka þá sér til fyrirmyndar. Þannig er lífið og við eigum að gera fólki kleift að lifa í friði, ekki gera óeðlilegar kröfur til almennings sem gera það eitt að trufla fjölskyldulíf og skemma fyrir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.12.2012 kl. 22:27
Anna. Ég er hálfur útlendingur, þótt ég sé fædd og uppalin á Íslandi. Ég ber mikla virðingu fyrir menningu/visku fólks frá öðrum þjóðum, og þeirra menningu.
Ég er með lesblindu-vanda, sem er svo sannarlega stórt vanamál á Íslandi, og hjá miklu fleiri en mér. Ég held að þú sérst örugglega betur læs en ég Anna mín.
Menntamála-yfirvöld hafa svo sannarlega svikið alla sem ekki geta þrælað sér inn í skóla-yfirvalda-skylduþrældóminn.
Til hvers eru skólayfirvöld á Íslandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.12.2012 kl. 23:07
Tek heilshugar undir þín orð nafna. Mjög athyglisvert hvernig "sparað" er í grunnskólum landsins, með því að nemendur fái ekki lesblindu-greiningu sem fyrst?
Þú ert fullkomin Anna Sigríður!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2012 kl. 23:58
Mig langar til þess að nefna það, úr því að eftirnöfn voru nefnd...
Synir mínir eiga báðir feður sem eru hálfir útlendingar. Faðir eldri stráksins míns er hálfur bandaríkjamaður, og sambýlismaður minn er hálfur skoti.
Báðir bera þeir eftirnöfn feðra sinna, sem þeir fengu báðir að gefa sonum sínum.
Yngri strákurinn ber m.a. eitt erlent nafn.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.12.2012 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.