Stjórnvöld gjörsamlega niðurlægð ...

Rúmlega viku niðurlægingartímabili lögreglu og fangelsisstofnunar er að hluta til lokið. Strokufanginn kom af sjálfsdáðum í leitirnar en ekki vegna þess að hann fannst.

Í ljós kom að maðurinn var vel klæddur og hann hafði skotvopn í fórum sínum. Ástæða er til þess að velta því fyrir sér hvernig hann komst yfir allt þetta. Fékk hann aðstoð eða tók hann þetta ófrjálsri hendi. 

Það verður að segjast eins og er að það er alsendis óásættanlegt að fangi strjúki. Menn geta ekki tekið þessu létt og látið eins og allt eigi núna að falla í ljúfa löð. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni ef svo má að orði komast.

Fyrir það fyrsta þarf að rannsaka hvernig fanginn komst úr fangelsinu og hvers vegna hans var ekki saknað fyrr en tæpum tveimur tímum síðar. Í annan stað verður að finna út hvers vegna eftirlitsmyndavélar eru bilaðar og hvort það sé algengt á Litla-Hrauni. Í þriðja lagi verður að upplýsa hverjir beri hina raunverulegu ábyrgð á því að maður geti einfaldlega strokið úr fangelsinu að Litla-Hrauni og í hverju sú ábyrgð er fólgin. Og síðast en ekki síst verður að komast að því hvers vegna lögreglan fann ekki strokufangann þrátt fyrir mikla og dýra leit.

Viðeigandi embætti þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fyrr lýkur ekki niðurlægingu þeirra.


mbl.is Gaf sig fram vegna mömmu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú færð engin svör við þessu frá yfirvöldum.  Öllu verður bara velt yfir á fangann sem, vel að merkja, vann engum mein í útivistinni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2012 kl. 14:39

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sem betur fer þá gerði hann það ekki :) Gleðileg jól.

Sigurður Haraldsson, 24.12.2012 kl. 15:13

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þessi maður er ábyggislega ekkert hættulegur neinum.

Nema þeim sem voru að bulla með tilfinningar hans.

Viggó Jörgensson, 24.12.2012 kl. 22:44

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ábyggilega átti þetta að vera.

Ég held að hann hafi í reiði sinni sagt að hann ætlaði að drepa þessa konu.

Ef hann hefði ætlað það í alvöru þá væri hún ekki á lífi. 

Viggó Jörgensson, 24.12.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband