Ónýtur matur úr prýðilegu hráefni

Næsta kynslóð át þennan mat eingöngu af gömlum vana, þótt hún væri komin bæði með ísskáp og frystikistu auk varasjóðs í ístru sem reyndi á þolmörk vestistalnanna hvern einasta dag.

En sá hluti 68 kynslóðarinnar sem lifði af, þrátt fyrir bítlaæði, rollinga og Dylan, LSD og hið sérstaka tóbaksafbrigði tímabilsins, getur nú leyft sér í upplýstri umræðu manneldisráðs að slá sér upp í gamla matnum tvívegis á ári. Annars vegar pínulítið um jól og svo aftur á þorra þegar snjöllum matargerðarmönnum og sprenglærðum hefur tekist að búa til ónýtan mat úr prýðilegu hráefni til að gera landanum kleift að gera sér glaðan dag.

Þess á milli borðar hinn upplýsti íslenski nútímamaður ekki annað en það sem Matvælastofnun Bandaríkjanna, Matvælastofnun ESB og svo á annan tug íslenskra matvæla-, eftirlits- og hollustustofnana hefur sagt þeim að megi.

Þetta er úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þessa helgina (greinaskil og feitletranir eru mínar). Þetta er hvöss ádeila á nútímann, samfélagið sem við höfum komið okkur upp í velsældinni. Og þar að auki afar vel að orði komist.

Við erum mörg hver með frystikistu auka varasjóðs í ístru. Síðan sláum við okkur upp um jól og þorra með því að slafra í okkur ónýtan mat sem þó var gerður úr prýðilegu hráefni. Hér er greinilega átt við hina ógeðslegu skötu (eða rass-skötu sem sumir nefna svo vegna fnyks) og útmigins hákarls.

Mikið óskaplega er ég sammála. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

eg er ekki sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2012 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband