Strokufangi gefur yfirvöldum langt nef
22.12.2012 | 13:13
Sagan af strokufanganum frá Litla-Hrauni er öll hin athyglisverðasta. Fyrir það fyrsta er hann ekki eins og fangar eru flestir, fer ekki í sukkið í Reykjavík þar sem margir aðrir strokufangar hafa fundist. Hann hverfur einfaldlega af yfirborði jarðar.
- Myndavélar á útisvæðinu eru bilaðar, engin skýring komin á því né hvort fanginn hafi vitað af því eða skemmt þær sjálfur
- Hann klifrar yfir girðingu sem er þar með ómannheld
- Fangans er ekki saknað í tæpa tvo klukkutíma
- Hans er ekki leitað fyrr en þremur dögum eftir flóttann
- Á fjórða degi er leitað innan fangelsisins
- Sagt er að hann hafi týnt húfu sem passar ekki við yfirvegaðar ferðir mannsins
- Fullyrt að spor hafi fundist eftir fangann, en það er óstaðfest
- Í fyrstu héldu stjórnvöld að hann hefði farið á puttanum í menninguna en enginn virðist vita til þess
- Leitin þremur dögum eftir flóttann miðast við að hann liggi úti, viljandi eða óviljandi
- Kunningjar mannsins eru handteknir en síðan sleppt
- Ekkert nema óstaðfestar fréttir um strokufangann víða um land
Allt þetta mál bendir til að strokufanginn hafi skipulagt flóttann, hafi vitorðsmenn utan múranna. Hann virðist vera afar klár og skipulagður. Aftur á móti gerir málið allt Litla-Hraun, fangelsismálastofnun og lögreglu einfaldlega hlægileg. Engar líkar en lögreglumenn Spaugstofunnar, Grani og Gráni, séu þarna við stjórn, slík eru handarbaksvinnubrögðin.
Í ljósi þess að strokufanginn er skynsamur og yfirvegaður. Hefnd er ekki að finna hjá honum enda finnst hann hvergi þar sem hann ætti að hafa látið sjá sig. Hann er með fá tengsl og það bendir til þess að hann kaupi sér aðstoð.
Allt bendir til að maðurinn ætli sér að komast út úr landinu, ef til vill er hann löngu farinn, og yfirvöld orðin að aðhlátursefni.
Hvar skyldi ábyrgðin liggja? Hjá fangelsisstjóra á Litla-Hrauni, hjá forstjóra fangelsismálastofnunar, lögreglunni, innanríkisráðherra ...?
Handteknir í tengslum við flóttann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert innlegg frá þé varðandi málið. En það sem mér finnst athugavert, er að Litla Hraun virðist ekki vera mannhelt. Þaðan virðast fangar flúið, umbúðalaust.
Og embættismenn halda fast í sínar stöður, þrátt fyrir að öryggisatriði eru ekki í lagi. Fangelsismálastjóri á að segja af sér, sem og framkvæmdastjóri fangelsisins. Þetta gengur ekki. Fangelsin verða að vera mönnuð starfsfólki sem er í stakk búið til að halda fanglsinu mannheldu.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 23.12.2012 kl. 02:06
Ég er farinn að halda að málatilbúnaður gegn honum sé samsæri einhverra aðila sem hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Að sögn vinar hans, var hann allt annar maður en honum er lýst eftir þann atburð sem hann er ákærður og dæmdur út af.
En ég trúi engum fréttum af þessu máli fyrr en öll kurl eru komin til grafar.
Sigurður Rósant, 24.12.2012 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.