Hetja

Þrátt fyrir alla mannvonsku sem af og til veður upp í heiminum eru til hetjur sem rísa skyndilega upp yfir allan hversdagsleika og sýna hvað í þeim býr. Slíkt fólk hefur alltaf verið til. Fólkið sem ekki fer mikið fyrir dags daglega en gerir allt hvað það getur þegar stundin er komin. 

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna svo auðvelt hefur virst að fá ósköp venjulegt fólkt til að taka sér vopn í hönd og beita því á aðra rétt eins og var gert í stríðinu sem varð eftir að Júgóslavíu liðaðist í sundur. Þar urðu til ófáar hetjusögurnar en því miður aðrar hræðilegar og niðurdrepandi. 

Hvað veldur allri þessari vonsku í heiminum og hvers vegna eru skilin svona óskaplega skörp á milli þeirra sem drepa og hinna sem verja sig og sína? 

Kennarinn Kaitlin Roig er tvímælalaust ein af hetjum síns samfélags. Hún er öðrum mikil fyrirmynd.


mbl.is „Ég hugsaði: Við erum næst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband