Persónuleg vonbrigði en ...

Oft eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Ég var talsvert langt frá því að ná árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þegar þetta er ritað er mér ekki enn ljóst hver niðurstaðan er. Hins vegar fékk ég uppgefið að í sæti eitt til sjö fékk ég 855 atkvæði sem er feikilangt frá viðunandi árangri.

En svona er lífið. Ég eyddi ekki miklu fé í prófkjörsbaráttuna. Var talsvert langt undir þeim 400 þúsund krónum sem eru mörk Ríkisendurskoðunar um skil. Tek eftir því að allir nýir frambjóðendurnir sem góðum árangri náðu eyddu miklu meira en það, frá einni milljón króna og meira. Ef til vill er það enn svo að auglýsingar ráði meiru en allt annað.

Jú, þetta eru vonbrigði. Árangurinn breytir þó engu um skoðanir mínar og áherslur í stjórnmálum. Ég er og verð með áherslur í umhverfis- og náttúruverndarmálum, ég tel að við þurfum að lagfæra halla vegna verðtryggingarinnar, gengislánanna og framar öllu þurfum við að útrýma atvinnuleysi með því að efla atvinnuvegi landsmanna. Þetta gerum við ekki með því að skattleggja almenning og fyrirtæki á þann hátt sem núverandi ríkisstjórn gerir.

Ég þakka þeim fjölmörgu sem studdu mig. Ekki síst þeim sem sendu mér fyrirspurnir og hringdu í mig. Það var gaman að rökræða við ókunnugt fólk um mikilvæg málefni.

Að sjálfsögðu óska ég þeim sem náðu góðum árangri til hamingju. Ég gleðst yfir stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttir, Pétur Blöndal stóð sig vel, og Birgir Ármannsson hélt stöðu sinni og ég er ánægður með það. Guðlaugur Þór átti í erfiðleikum en litlu munaði á honum og þeim sem voru í þremur sætum fyrir ofan hann. Sigríður Andersen má vel við una, hún er baráttukona og býr yfir miklu pólitískum eldmóði.

Vinur minn, Brynjar Níelsson er ásamt Hönnu Birnu ótvíræður sigurvegari prófkjörsins. Brynjar er fyrst og fremst mannvinur og býr yfir mikilli réttlætiskennd. 

Mér þótti leitt að Jakob F. Ásgeirsson skyldi ekki komast ofar. Hann er djúpur pólitískur hugsuður og greinilega vanmetinn. 

Svona er nú lífið og svona verður það ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Nú þurfum við nýjan Formann.

Vilhjálmur Stefánsson, 25.11.2012 kl. 13:54

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er svo að þú fekkst ekki þau atkvæði sem þurfti ég kaus þig þvi ég vil að utivitsarmaður,og gænn maður sem vill ganga vel um landin en samt nýta það og aðlindirnar!!og hfur reynslu á flstum sviðum!!!en við verðum að sætta okkur viðþennan lista sem er bara góður,og allir geta tekið sig á,!!!ég vil vil ekki t.d. skipta um Formann!!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 25.11.2012 kl. 15:57

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki í hvaða sæti þú lentir eða hvað mörg atkvæði þú fékkst. En Siggi þú ert að taka þátt í prófkjöri í fyrsta skipti. Þú hefur ekki haft mikil afskipti af flokksstarfi undanfarin ár eða nánast frá því að við vorum ungir Sjálfstæðismenn á sínum tíma.  Þú varst formaður Neytendafélags Reykjavíkur en það er langt síðan og tími hetjunnar er stuttur. Í þessu fjölmiðlasamfélagi þá er máttur auglýsinganna mikill.

Auk þess eru prófkjör vond aðferð til að velja frambjóðendur og valda því að allt almennt flokksstarf liggur að verulegu leyti niðri hjá helstu prófkjörsflokkunum.  Við eigum að láta fulltrúaráðin velja og heimila DD  eða DDD o.s.frv. lista komi til ágreinings. Prófkjör á bara að nota um efsta sætið og að öðru leyti í undantekningartilvikum.

Jón Magnússon, 25.11.2012 kl. 16:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Úrslitin verða miklu betri næst,bara halda áfram,reynslunni ríkari,eins og íþróttamenn segja jafnan. Mér eru minnisstæðar prófkjörskosningar Sjálfstæðisflokks í Kraganum 2003,ég þóttist harla dugleg fyrir Jón Gunnarsson þá,en vonbrigðin urðu mikil er hann hreppti aðeins 9.sætið,held mig muna þetta rétt. En síðan fór fólk að þekkja hann og hefur gengið vel eftir það. Bara ekki hætta.

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2012 kl. 18:22

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

16 þúsund kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum í Reykjavíkurkjördæmunum og núna myndu líklega meira 20 þúsund segjast kjósa hann í skoðanakönnun. Það þýðir að meira en 13 þúsund þeirra tóku ekki þátt núna og enn og aftur kemur í ljós að þeir kjósendur flokksins, sem eru hlynntir áherslum í umhverfismálum eins og þú hefur sett fram, eru utan flokksstarfsins og flokkskjarnans.

Ef þú værir meðal þeirra 44 sem væru á lista flokksins í Reykjavík og notað væri persónukjör í kjörklefanum myndi útkoman líklega verða önnur.

Ómar Ragnarsson, 25.11.2012 kl. 18:27

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir, Jón vinur minn, Helga og Ómar, fyrir að hressa mig við.

Ómar, ég er þess fullviss að innan Sjálfstæðisflokksins eru mikill stuðningur við umhverfis- og náttúruvernd, eins og ég hef fullyrt í þessu prófkjöri. Ég held hins vegar að slakt gengi mitt í prófkjörinu sé ekki þessum áherslum að kenna, frekar því að ég eyddi ekki stórfé í auglýsingar. Þar að auki er miðaldra og sköllóttur kall ekki svo ýkja prófkjörsvænn miðað við glæsilegar konur sem náðu frábærum árangri.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég kynntist fjölda fólks, sem ég þekkti ekki áður, náði að tala við það og hlusta á aðrar áherslur en maður leggur sjálfur mest upp úr. Verð að segja það hreinskilnislega að ég hafði afar mikið gagn og gaman af þessu. Hélt raunar að svona samræður ættu ekki vel við mig en ef til vill hef ég haft rangt fyrir mér. Einhver sagði að ég væri góður að hlusta, það þótti mér mikið hól.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.11.2012 kl. 21:10

7 Smámynd: Elle_

Vil bara segja að þú tekur þessu eins og hetja, Sigurður.  Yrði ekki hissa þó þú næðir hærra seinna, ef þú færir.  Vildi líka sjá Birgi Ármannsson ná hærra, hann er með heiðarlegustu stjórnmálamönnum og fastur fyrir.  Og gleður mig að sjá hvað Brynjar Níelsson, hrl., og Pétur Blöndal náðu langt.

Elle_, 25.11.2012 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband