Hvítt stuðlaberg

ÞjóðleikhúsiðjpgÞjóðleikhúsið er falleg bygging. Stundum verða hús og mannvirki svo hversdagsleg í augum okkar að maður gleymir þeim og þannig er það með Þjóðleikhúsið.

Ég held að það sem gerir það fallegt sé hvíta og langa stuðlabergið sem skreytir húsið að utan. Án þess væri það bara kassi.

Takið eftir forminu á stuðlaberginu og hvítu strikalínunu sem er uppi við þakið. Þó það sjáist ekki á meðfylgjandi mynd eru alltaf langir og mjóir gluggar neðan við hvíta stuðlabergið.

Flestir ættu að muna eftir stuðlaberginu sem er í loftinu í aðalsalnum og er einstaklega fallegt. Hönnuði hússins, Guðjóni Samúelssyni, hlýtur að hafa verið afar hrifinn af stuðlaberginu ella hefði hann ekki notað það eins mikið og hann gerði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband