Atvinna, matur og húsnæði skiptir öllu

Atvinnuleysi er böl. Sú ríkisstjórn sem lætur það viðgangast á að bylta. Hinn óskrifaði samfélagssáttmáli byggist á þrennu; atvinnu, mat og húsnæði. Að þessu gefnu kemur svo margt annað sem er gott og uppbyggilegt.

atvinnuleysið jafnmikið og hér á landi er samfélagið í vanda og þannig er það vissulega. Allir tapa á ástandinu því í veltuna samfélagsins vantar það sem hinir atvinnulausu geta ekki veitt sér.

Sama á við geti fólk ekki veitt sér nægan mat. Þannig er það þó bara hér á landi. Skoðanakannanir hafa leitt það í ljós að um 16.000 manns fá stundum eða oft ekki nóg að borða.

Húsnæði skiptir alla máli. Allflestir, nema þeir sem skulduðu ekkert í íbúðum sínum eða húsum, töpuðu á efnahagshruninu, sumir töpuðu öllu og var hreinlega gert að hunskast út úr íbúðum sínum. Dettur einhverjum í hug að þetta ástand hafi ekki nein áhrif í samfélaginu, auki ekki kreppuna?

Almenningur, skuldararnir, þurftu að blæða fyrir hrunið jafnvel þó ljóst sé að engin sanngirni er í því þar sem forsendubrestur varð á lánasamningum. Á þau rök hlustar hvorki ríkisstjórn né fjámálafyrirtækin. Þessir aðilar hlusta ekki heldur þegar Hæstiréttur dæmir gengistryggingu lána ólöglega. Þá bregst ríkisstjórnin við og setur lög sem leyfa fjármálafyrirtækjunum að setja aðra viðmiðun í lánasamninga í staðinn fyrir gengistrygginguna. Þrátt fyrir ítrekaða dóma Hæstaréttar bregðast fjármálafyrirtækin við á þann hátt að þau segja dómanna ekki fullnægjandi og neita að endurreikna lánin samkvæmt forsendum Hæstaréttar.

Svo rólegur og hægur er almenningur að hann hefur ekki enn gert byltingu. Ríkisstjórnin sem lofaði að vera í liði með fólkinu í landinu sveik allt sem hægt var að svíkja. 

Er þetta ástand sem við eigum að sætta okkur við?


mbl.is Atvinnulausum fjölgar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband