ESB og Orwellskan

Getur launastefna íhaldsmannsins Boris Johnsons „brjóti hugsanlega í bága við löggjöf Evrópusambandsins“. Það er þá þannig komið í altumlykjandi veröld ESB að lágmarkslaun eru ekki lengur það sem orðið merkir heldur um leið hámarkslaun. Ekki sé lengur leyfilegt að greiða hærri laun en sem nemur lágmarkslaunum.

Er nú eiginlega ekki nóg komið af þessari vitleysu? Það er eins og að engin sé lengur eftir í ríki ESB sem þorir að beita eðlilegri skynsemi nema því aðeins að einhverjar reglur banni slíkt. Þá hljóta viðurlögin að vera allsvakaleg.

Einhvern veginn hélt ég að sú hræðilegasta framtíðarsýn sem um getur væri lýst í bók George Orwells, „1984“. Líklegast er það enn verra sem er að gerast í reglugerðarverki ESB. 


mbl.is Hærri laun hugsanlega lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband