Nei, nei - ekki svona jafnaðarmennsku

Ég er íhald. Mér þykir afar vænt um sumardaginn fyrsta og vegna þess að ég vil halda í gamla og góða siði. Ég vil ómögulega „afhelga“ sumardaginn fyrsta með því að færa hann til.

Svo íslenskur er þessi dagur og það frí sem veitt er með honum að með sanni má segja að hann er hluti af þjóðareinkennum okkar. Við eigum frí á sumardaginn fyrsta en engar aðrar þjóðir og við höldum upp á daginn þó'ann snjói og vart sé hundi út sigandi ... Þess vegna erum við þjóð.

Sama er að segja með þjóðhátíðardaginn okkar, 17. júní. Hátíðarhöld vegna hans geta aldrei farið fram nema nákvæmlega á þessum degi. Þessi dagur var ákveðinn 1944, sama ár og stjórnarskráin okkar tók gildi, og af hverju eigum við að breyta honum? Bara af því að við þurfum að vinna daginn eftir? Nei, það eru ekki boðleg rök.

Stundum eru stórubrandarjól og stundum litlubrandarjól. Mér finnst ég engu tapa þó jólafrídagarnir séu einum eða tveimur færri þetta árið. Allt jafnast þetta upp. Og það er nákvæmlega það sem gerir tilveruna svo skemmtilega.

Með fullri virðingu fyrir þingmanni Bjartrar framtíðar verð ég að segja að með þessu er jafnaðarmennskan farin að fletja út tilveruna, gera hana miklu fyrirsjáanlegri og leiðinlegri þegar til lengdar lætur. Ef fjöllin eru okkur til vandræða er lausnin ekki sú að moka þeim í burtu. Við lifum einfaldlega með þeim. Það er svo óskaplega gaman.


mbl.is Hátíðisdagar færðir að helgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það vakti athygli mína að Róbert er sagður þingmaður Bjartrar framtíðar.  Ég minnist þess nú ekki að þeir hafi boðið fram til þings...

Sigríður Jósefsdóttir, 6.11.2012 kl. 03:14

2 Smámynd: Sólbjörg

Tek svo sannarlega undir með þér Sigurður, og vel orðað hjá þér.

Eins og það virðist vera þægilegast að allir vegir séu þráðbeinir þá er það samt leiðinlegast og ekki þægilegt til lengdar.

Sólbjörg, 6.11.2012 kl. 05:18

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg hjá þér,Sigurður. Þessi tillaga "Bjartrar Framtíðar" er smekklausar og grímulausar atkvæðaveiðar örvæntingarfulls fyrrverandi Samfylkingarþingmanns !

Kv.,KPG

Kristján P. Gudmundsson, 6.11.2012 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband