Harður málflutningur Bjarna Ben

Ef þeir eru ósveigjanlegir, taka ekki þátt í útboðum og eru með óraunhæf skilyrði fyrir endurfjármögnun þarf að vera þverpólitísk sátt um það á Íslandi að beita úrræðum sem duga. Það merkir að eftir tiltekinn tíma sé samningatilraunum lokið og þeir sitji eftir með harkalegan útgönguskatt vilji þeir fá kröfur sínar greiddar út í gjaldeyri.
 
Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Morgunblaðið í morgun. Hér er hann að tala um eigendur aflandskróna sem fastar eru í hagkerfinu. Þetta er harðari tónn hjá Bjarna en við eigum að venjast. Ég kann vel við hann. Honum mælist vel og ástæða er til að leggja styðja þennan málflutning vegna þess að þessi svokölluð snjóhengja er þjóðarvá.
 
Tökum síðan eftir hjalinu í fráfarandi fjármálaráðherra en hún segir tómlega í viðtali við Morgunblaðið í morgun:
 
Auðvitað eru þetta fyrstu skrefin í áætlun um að afnema gjaldeyrishöftin. Síðar þegar við verðum búin að ná meiri árangri kemur til greina útgönguskattur og svo framvegis. Menn vilja losna við höftin sem fyrst og eðlilegt að margir séu óþolinmóðir. 
 
Mætti halda að hér talaði málsvari Alþjóðgjaldeyrissjóðsins fyrir utan „Og svo framvegis“ stefnuna.

mbl.is AGS styður útgáfu skuldabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það grátlegasta við snjóhengjuna er það að við bjuggum sjálf til efniviðinn í snjóhengjuna fyrir hrun, upphaflega með því að keyra upp þenslufíkn á öllum sviðum sem olli innistæðulausri gengishækkun krónunnar með tilheyrandi neyslu-, framkvæmda-, og lánafylleríi sem olli óhjákvæmlegu gengishruni. Ég var í hópi þeirra sem benti á þetta, fyrst í bókinni Kárahnjúkar - með og á móti 2004, og siðan í aðdraganda hrunsins þar sem ég líkti aflandskrónunu við Daemoklesar-sverð sem hengi yfir okkur. En menn stungu bara höfðinu niður í sandinn eins og strúturinn.

Ómar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 11:25

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Efniviður fyrir snjóhengju hefur alltaf verið til staðar sé miðað við skyndilegt efnahagshrun. Hins vegar er stór hluti hennar nú skuldir gömlu bankanna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.9.2012 kl. 16:32

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mikið hefur verið talað um einhverja "snjóhengju" sem er sögð samanstanda af "jöklabréfum" og einhverju slíku.

Ég hef hinsvegar aldrei fundið neinn sem getur útskýrt fyrir mér hvaða fyrirbæri þetta eru eiginlega og afhverju þau er eitthvað sem ég þarf að hafa svo miklar áhyggjur af sem af er látið.

Gott og vel, það eru einhverjir pappírar í Seðlabankanum eða öðrum bönkum sem einhverjir vilja innleysa fyrir aðra pappíra o.sfrv. og svoleiðis.

Ég er ekki aðili að neinum hina undirliggjandi samninga. Ekki heldur þið.

Að öllu jöfnu ætti okkur öllum að vera skítsama.

En miðað við hversu mikil áhersla er lögð á þetta, og að nöfn þeirra sem eru aðilar að þessum samingum sem mynda "snjóhengjuna" hafa ekki enn verið upplýst, þá hlýtur það að vekja mikla tortryggni. Það að ekki sé fjallað um þetta á þeim forsendum í fjölmiðlum gerir það augljóst að þarna býr eitthvað að baki sem ekki er verið að segja okkur.

Man einhver eftir því hvenær það gerðist síðast?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2012 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband