Ófrćgingarherferđin gegn Ríkisendurskođun

Nú er hafin ófrćgingarherferđ á hendur Ríkisendurskođun enda ljóst ađ stofnunin hefur gert í brók sína vegna endurskođunar á kaupum á bókhaldskerfi. Viđbrögđ fjárlaganefndar eru ţó í engu samrćmi viđ ávirđingarnar. Í raun verđur henni á svo mikiđ glappaskot ađ líkja má ţví viđ ađ veiđimađurinn skjóti sig í fótinn í upphafi veiđiferđar. Ţađ veit ekki á gott. 

Hafi rofnađ traust á milli Ríkisendurskođunar og fjárlaganefndar er ţađ undarlegt vegna ţess ađ ţađ ţarf meira en eitt glappaskot til ađ löggjafarţingiđ lýsi frati í eigin stofnun. Öllum verđur á, mismikiđ ađ vísu.

Glappaskot ríkisstjórnarinnar svo dćmi sé tekiđ eru orđin svo mörg ađ ţađ ćtti ađ hafa orđiđ til ţess ađ milli löggjafarvalds og framkvćmdavald ríkti ekkert traust.

Og sé út í ţađ fariđ ćtti ekkert traust ađ ríkja á milli löggjafarvaldsins og ţingmannsins Björns Vals Gíslasonar, svo mikil hafa glappaskot ţess síđarnefnda veriđ. Hann var líka settur af sem ţingflokksformađur Vinstri grćnna til og endurunninn til ađ ráđast á Ríkisendurskođun sem formađur fjárlaganefndar.

En bíđiđ viđ. Saga samsćri ríkisstjórnarinnar gegn Ríkisendurskođun er ekki öll. Á nćstu dögum eđa vikum verđur tekin fyrir tillaga til ţingsályktunar um ađ stofnuđ verđi rannsóknarnefnd til ađ fara ofan í saumana á einkavćđingu bankanna. Í ţeim umrćđum munu koma fram mótrök ţess efnis ađ Ríkisendurskođun hafi fyrir mörgum árum framkvćmt slíka rannsókn og ekkert sérstakar ávirđingar fundiđ. Hvers vegna ađ rannsaka ţađ mál aftur, mun stjórnarandstađan spyrja?

Og hverju heldur ţú, lesandi góđur, ađ ţeir sem standa ađ tillöguflutningnum muni svara?

Jú, ţeir munu segja eftirfarandi: Ţađ er ekkert ađ marka ţađ sem Ríkisendurskođun gerir. Sjáiđ bara hvernig stofnunin sinnti rannsókninni á bókhaldskerfinu. Dettur einhverjum í hug ađ rannsókn stofnunarinnar á einkavćđingu bankanna hafi veriđ eitthvađ skárri?

Og ţar međ er leiđin greiđ fyrir meirihluta Alţingis. Ekki bara til ađ berja á ţeim stjórnmálamönnum sem nú eru hćttir heldur einnig til ađ breyta umrćđugrundvellinum. Á kosningavetri mun ríkisstjórnin beita öllum ţeim ráđum sem hugsast getur til ađ koma í veg fyrir ađ umrćđan fjalli um ríkisstjórnina og mistök hennar.


mbl.is Treystir ekki Ríkisendurskođun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guđrún Magnúsdóttir

Já ţađ er eitthvađ bogiđ viđ ţetta og ekki eins og á ađ vera, Jóhanna Sigurđardóttir og fleiri virđast hafa fengiđ allar upplýsingar um ţetta allt saman áriđ 2004.

Eftir ađ hafa lesiđ svörin sem Jóhanna Sigurđardóttir fékk viđ fyrirspurn sinni um ţetta mál 2004 ţá vaknađi sú spurning hvort ţetta kerfi gćti veriđ of sjálfstćtt byggt upp fyrir okkur í heild sinni og ţar af leiđandi gćti sú stađa veriđ komin upp ađ okkar kerfi hentar ekki inn í kerfi ESB án ţess ađ ég viti nokkuđ um ţađ en ţá vaknađi ţessi spurning upp í huga mér...

Ég treysti ekki fjárlaganefnd lengur eftir allt ţetta sukk á fjármunum okkar eins og hćkkun launa forstjóra Landsspítlans gat gengiđ án ţess ađ nokkur segđi nokkuđ fyrr en Ţjóđin setti út á ţađ ţá var brugđist viđ...

Ríkisendurskođun ţarf vissulega ađ útskýra seinagang ţennan á ţessu og af hverju, en ađ fjárlaganefnd skuli ekki hafa vitađ neitt er erfitt ađ trúa og auđveldara ađ trúa ţví ađ sú stađa sé frekar komin upp ađ  fjárlaganefnd ţoli kannski ekki endurskođun og Ríkisendurskođun meiri mannskap...

Ingibjörg Guđrún Magnúsdóttir, 29.9.2012 kl. 00:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband