Stórkosleg spenna í frábæru golfmóti

Þvílík spenna var á síðasta degi í Ryder-bikarnum sem var í beinni útsendingu hjá Skjánum. Stórkostleg skemmtun á frábærum golfvelli.

Á gærkvöldi hélt ég að öllu væri nú lokið fyrir Evrópu-liðið. Bandaríkjamenn voru miklu betri. Þó gaman hafi verið að horfa var eiginlega öll spenna dottin út úr keppninni - fannst mér. Og svo gerist það í dag að Evrópu-liðið tekur sig svo rosalega á að eiginlega áttu Bandaríkjamenn fá svör, spiluðu að vísu frábærlega en það var hreinlega ekki nóg.

Þetta endaði eiginlega allt með leik Kaymers og Stricker. Aumingja Stricker fannst mér aldrei ná sér almennilega á strik ... eða þannig. Hann var oft frekar langt frá holu, tók sér gríðarlegan tíma til að skoða og lesa í flatirnar en engu að síður fór púttið oftast í vaskinn. Hræðilegt fyrir svona góðan golfara.

Tiger var aðeins góður, ekki frábær, eins og maður bjóst við. Hrikalegt að sjá hann brenna af síðasta púttinu sínu. Hann var aðeins rúman metra frá henni. Oft hefur maður séð betra frá manninum og af lengra færi. Hann átti síðan ekki annars úrkosta en að gefa leikinn. Annars hefði orðið jafnt, en það hefði engu að síður dugað Evrópu-liðinu.

Ég var spurður að því með hvoru liðinu ég héldi. Svaraði því til að ég héldi með hvorugu. Naut þess hins vegar að horfa á gríðarlega gott golf, stórkostlega golfara og spennu sem var næstum áþreyfanlega og barst með skilum heim í stofu. Verð endilega að bæta því við að íslensku þulirnir stóðug sig með ágætum.


mbl.is Evrópa varði Ryder-bikarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband