Flestir ţegja um örlög Gálgahrauns

120928 blogg

Morgunblađiđ á hrós skiliđ fyrir ađ fjalla dag eftir dag um Gálgahraun sem komiđ er á eyđingarlista Vegagerđarinnar og Garđabćjar. Mogginn á ţakkir skyldar fyrir framtakiđ.

Flestir hinna sjálfskipuđu náttúruverndarsinna ţegja nú ţunnu hljóđi um vegagerđ yfir hrauniđ sem mun fara nálćgt ţví ađ eyđileggja ţađ. Hún er líklega of nálćgt til ađ vekja athygli og eflaust halda náttúruminjar á höfuđborgarsvćđinu séu frekar ómerkilegar.

Auđvitađ mun Vegagerđin og Garđabćr fá sínu framgengt. Á hvorugum stađnum er nokkur skilningur fyrir gildi náttúruverndar. Á móti er gripiđ til fjárhagslegra raka. Alltof dýrt er ađ leggja veg í stokk. 

Svona rök hefur mađur heyrt víđa. Rarik og Orkuveitunni finnst alltof dýrt er ađ leggja rafstrengi í jörđu. Orkuveitunni fannst ekki svara kostnađi ađ ganga vel um Kolviđarhól og Hellisheiđi og ţess vegna er ástandiđ ţar eins og á ćfingasvćđi Alkaída. 

Mér finnst eiginlega nóg komiđ. Ég er nú bara ósköp einfaldur Sjálfstćđismađur, einn af ţessum í grasrótinni. Mér gremst svona framkoma en ég veit ađ fjölmargir ađrir eru sömu skođunar og ég. Viđ ţurfum hins vegar ađ hafa hugrekki til ađ standa upp og hvetja stjórnvöld til ađ breyta um stefnu. annars er ekki ólíklegt grasrótin rísi ţá upp og taki völdin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ítrekađ fjallađ um ţau stórkostlegu náttúruspjöll sem nú ganga yfir í nćsta nágrenni höfuđborgarsvćđisins og inni á ţví. Raunar byrjađi ég ađ sýna ţau 1985 í Stikluţáttum. Ítrekađ hef ég í áratugi til dćmis fjallađ um malarnámur, ofbeit, spjöll af völdum bíla og vélhjóla og  hvernig fariđ er međ Kaldá, eitt merkasta náttúruundur svćđisins ađ ekki sé talađ um svćđiđ viđ Trölladyngju, ţar sem gersamlega ađ óţörfu hefur veriđ valdiđ stórfelldum spjöllum. Samtök áhugafólks um náttúruvernd í landnámi Ingólfs hefur lengi reynt ađ opna augu fólks fyrir ástandi svćđisins og nýstofnuđ Náttúruverndarsamtök Suđvesturlands hafa reynt hvađ ţau geta. Ţađ er hins vegar til marks um sýn fjölmiđla á ţessi mál, ađ ţegar Reynir Ingibergsson gaf út ljósmyndabók um gönguleiđir á Reykjanesskaga sagđi Morgunblađiđ frá bókinni međ ţví ađ birta mynd af Bláa lóninu međ texta um ţađ hve ţađ lón vćri fallegt!  

Ómar Ragnarsson, 28.9.2012 kl. 20:29

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll Ómar. Ţú hefur vissulega veriđ óţreytandi í ţví ađ benda á skađa sem náttúra höfuđborgarsvćđisins hefur orđiđ fyrir. Orđum mínum í pistlinum er alls ekki beint gegn ţér.

Hins vegar finnst mér fáir hafa komiđ ađ ţví ađ verja Gálgahraun, um ţađ fjallađi pistillinn öđru fremur. Umrćđan ćtti ađ beinast ađ ţeim framkvćmdum sem ţar eru fyrirhugađar.

Hvađ varđar gamlan kunningja, Reyni Ingibergsson, mikinn fróđleiksbrunn og dugnađarfork í umhverfismálum, ţá rekur mig ekki minni til óheppilegrar myndbirtingar međ fréttinni um útgáfu bókar hans sem ég ţó vissulega tók eftir.

Ţó ég hafi leyft mér ađ hćla Morgunblađinu finnst mér óţarfi af ţér, Ómar, ađ hnýta í blađiđ vegna einfaldrar myndbirtingar međ ljósmyndabók. Ég get ekki séđ ađ í ţví felist einhver skilabođ ţó útlitshönnuđi eđa blađamanni verđi ţađ á ađ velja óviđeigandi mynd.

Í sumar kom út bókin mín um gönguleiđina yfir Fimmvörđuháls. Mogginn sagđi ákaflega fallega frá útgáfu hennar og blađamađur spurđi mig hvađa mynd ég mćlti međ ađ fylgdi fréttinni. Fyrir ţessar móttökur Moggans stend ég í mikill ţakkarskuld fyrir enda hef ég ekkert fé ađ tök á ađ standa í neinni kynningarstarfsemi.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 28.9.2012 kl. 20:55

3 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Gaf Reynir ekki bara út eina bók, sem var um gönguleiđir á Reykjanesi? Rekur ekki minni til ţess ađ hann hafi gefiđ út ljósmyndabók. Ţađ gćti ţó hafa fariđ framhjá mér.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 28.9.2012 kl. 20:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband