Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Draumspakur ræður í veðrið
25.9.2012 | 11:23
Draumspakur maður segir að veturinn verði harður. Frost verði af og til í vetur, stundum snjóar en á milli uppstyttur og svo rignir jafnvel. Af og til verður afar hvasst, þó ekki oftar en stundum en þó frekar sjaldan. Líklega verður snjór um jólin ef ekki þá verða þau að öllum líkindum rauð.
Næstu vikur má búast við kólandi veðri og jafnvel frosti hér og hvar. Líklega munu lauf trjá sölna enn frekar en orðið er og grös á túnum gulna. Ekki er búist við því að gróður taki við sér fyrr en næsta vor.
Ofangreint er birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða með nýjum draumum, innyflum sauðfjár eða hegðun músa.
Kólnandi veður í kortunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona eru spádómar veðurklúbbsins á Dalvík sem fjölmiðlar hafa tíundað í mörg ár. Ekkert vit er í þeim spám en alltaf er umgjörð fjölmiðla um þær eins og eitthvað vit sé í þeim. Enginn þorir svo að segja neitt af ótta við að það séu talinn ónot út í gamalt fólk ef ekki eitthvað annað verra. Jafnvel veðurfræðingar eiga þa til að taka þátt í fíflaskapnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.9.2012 kl. 12:51
En kæri nafni minn, þetta er eiginlega alveg satt hérna að ofan.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.9.2012 kl. 12:57
Þetta er allt saman hauga helvítis lygi!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.9.2012 kl. 14:37
Get vottað allt nema þetta síðasta í pistlinum. Sammála?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.9.2012 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.