Jón Kristinsson er alltaf úti að leika sér

Gnarr

Reykjavík hefur verið stjórnlaus síðan Besti flokkurinn og Samfylking komust þar til valda eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Leiðtogi borgarinnar kallast borgarstjóri og er afspyrnu duglegur og iðinn við allt nema borgarmálin. Ef ekki væri vinnuskyldan myndi Jóni Kristinssyni líka afar vel við embætti borgarstjóra.

Fyrir okkur hin hefur sagan um nýju föt keisarans aldrei verið jafn sönn.

Rakst á frétt á viri.is um Jón þennan Kristinsson og lýsir hún eflaust best hvers konar fyrirbrigði maðurinn er:

Jón Gnarr skartar óvenju myndarlegu alskeggi þessa dagana, enda hefur hann safnað því síðastliðinn mánuð. Ástæðan er sú að borgarstjórinn hyggst sækja sérstaka búningasýningu á Comic Con, nýjustu mynd leikstjórans Morgans Spurlock sem fjallar um fræga nördaráðstefnu í San Diego, á RIFF-hátíðinni næstkomandi föstudag, í gervi Obi-Wan Kenobi úr Star Wars. 

Jón lætur ekki skeggið nægja til að líkjast hinum hugdjarfa Jedi-meistara sem mest heldur verður hann líka í einkennandi brúnum kufli með hettu og geislasverð. Besti búningurinn verður verðlaunaður að sýningu lokinni og hlýtur fyrrum Fóstbróðirinn og Stjörnustríðsaðdáandinn Jón að teljast nokkuð sigurstranglegur 

Fullyrða má að Jón Kristinsson hafi ýmist vanrækt flest mikilvægustu starfa borgarstjóra eða hann hefur ekki þekkingu og getu til að sinna þeim.

Fyrir þessu loka fjölmiðlar hinum árvöklu augum sínum. Gera má ráð fyrir að hefði Sjálfstæðismaður hegðað sé á sama hátt og Jón Kristinsson væri fyrir löngu búið að hrekja hann úr embætti - og það með réttu. Hins vegar fær Jón þessi hina mildilegustu meðferð sem hugsast getur enda er hann með skemmtilegustu mönnum. En er það nóg, svona málefnalega séð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband