Steingrímur staðinn að því að fara rangt með

Hann var elskaður og dáður af öllum þeim sem ekki þekktu hann.“ Þetta var sagt um mann nokkurn fyrir mörgum, mörgum árum og þótti vel mælt.

Atli Gíslason þingmaður ritar grein í Morgunblaðið í morgun. Hann gerir að umtalsefni stefnubreytingu Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna og atvinnumálaráðherra. Sá segist í orði vera á móti krosseignatengslum í sjávarútvegi. En Atli færir rök fyrir því að það sé meira í orði en á borði.

Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar fyrrum sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnun var tekið á krosseignatengslum á nákvæman hátt eftir því sem Atli segir. Þegar Steingrímur tók við embætti sjávarútvegsráðherra um síðustu áramót kom í hans hlut að leggja fyrir Alþingi nýtt frumvarp til laga um fiskveiðistjórn. Og Atli segir:

Þegar það var loks lagt fram vorið 2012 brá svo við að fyrrnefnd frumvarpsgrein Jóns Bjarnasonar um krosseignatengsl var horfin. Sömuleiðis ákvæði um hámarksaflahlutdeild í einstökum tegundum. 

Og Atli segir í lok greinarinnar:

Það er ámælisvert að atvinnuvegaráðherra sé hvað eftir annað staðinn að því að fara rangt með. Dapurlegt en satt. Í þessu tilviki eru allar staðreyndir skjalfestar og borðleggjandi. Steingrímur J. segir blákalt í orði að brýnt sé að login verði skýrð og skerpt svo þau virki sem skyldi, en breytir þveröfugt við það.
 
Fyrirsögn greinarinnar er „Miskunsami Samherjinn“. Atli reiðir hér hátt til höggs gegn fyrrum samherja, hærra en flestir gera sér grein fyrir. Atli er rökfastur og ákveðinn og Steingrímur á sér vart viðreisnar von liggur flatur eftir rétt eins og út af ESB málinu, landsdómsmálinu, Icesave málinu, skjaldborgarmálinu, SpKef málinu, Sjóvár-málinu ... Listinn er endalaus.
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef mikið álit á Atla Gíslasyni og synd að hann skuli ætla að hætta þingmennsku, því hann er bæði samviskusamur og þorir að standa við sannfæringu sína.  Slíkum mönnum þarf að fjölga á þingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband