Skýrslan komin og spuninn hefst

Nú er líklega best að lesa skýrslu Seðlabanka Íslands um kosti i gjaldmiðils- og gengismálum eða úrdrátt úr henni áður en maður tjáir sig. Þá sá ég að blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar hafði stokkið fram á ritvöllinn og þó hann hafi ekki lesið skýrsluna er hann fullur tilhlökkunar. Þá fattar maður stöðuna.

Spuninn er kominn í gang. Nú eigum við eftir að heyra af fjölmörgum besserwisserum sem grípa skýrslu Seðlabankans fegins hendi. Líklega verða það einkum pólitískir samherjar blaðafulltrúans og þeir sem hafa átt um svo sárt að binda vegna afstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum um aðildina að ESB.

Dálítið skrýtið þetta mál allt saman. Líklegast hefur Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir sér þegar hann ritaði í grein í Mogganum 5. september og sagði um þessa skýrslu sem núna er komin út:

Er ekki fyrirfram ólíklegt að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi aðra sýn á þessi mál en Már Guðmundsson, formaður samningahópsins [hópur ríkisstjórnarinnar sem nýlega mótaði „samningsafstöðu“ hennar á sviði peningamála]? Er ekki hætt við að það liti afstöðu bankans að bankastjórinn hefur þegar, á öðrum vettvangi, tekið jafn skýra afstöðu og hér hefur verið rakið? Og má ekki að lokum spyrja, hvað er orðið um sjálfstæði Seðlabankans gagnvart ríkisstjórninni þegar bankastjórinn stýrir stefnumótunarvinnu fyrir stjórnina í einu viðkvæmasta og umdeildasta álitamáli íslenskra stjórnmála?


mbl.is Segja evruna besta kostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hér er örugglega fiskur undir steini, og ætli allir taki nú mark á þessum seðlabankastjóra.  Ekki ég allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 18:02

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held að almenningur sé nú farinn að opna augun sín fyrir því að vandinn liggur ekki í krónunni sjálfri heldur hjá þeim sem um handa eiga að halda og þar er Ríkisstjórnin að flýja vandann finnst mér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2012 kl. 18:27

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Held að mönnum sé hollast að lesa þessa skýrslu með haldi í annarri hendinni og hafa tiltæka reglugerð ESB um skilyrðin fyrir evru-upptöku í hinni.

Áður en þeir opna kampavínsflöskurnar!

Kolbrún Hilmars, 17.9.2012 kl. 19:25

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar þarf ekki að lesa þessa skýrslu, Sigurður. Hann þurfti bara að renna augum yfir hellstu niðurstöður, til að sjá hvort örugglega hefi verið farið eftir handritinu. Þegar honum var ljóst að sérfræðingar bankans og seðlabankastjóri höfðu unnið samviskusamlega sína vinnu eftir því handriti sem þeim var til lagt, gat hann ruðst fram á ritvöllinn með sína pistla, sem sjálfsagt hafa beðið í skrifborðsskúffunni um nokkurn tíma.

Sexhundruð tuttugu og eitthvað blaðsíður! Svo mikið rit ætti nú að segja margt. En það er með þetta eins og svo margt annað, að magn er ekki sama og gæði. Það hefði örugglega verið hægt að koma niðurstöðu þessa efnis fyrir í minna riti. Hitt er svo þekkt, að með því að flækja mál nógu mikið og koma þeim í nogu stórann doðrannt, er komið í veg fyrir að almenningur kynni sér málið sem skyldi.

Jafnvel mestu bókaormar munu veigra sér við að pæla í gegnum þennan doðrant og sennilega jafnast það á við geðveilu að reyna slíkt.

Gunnar Heiðarsson, 18.9.2012 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband