Ó nei, VG vill ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum!

Nú er fokið í flest skjól hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir vilja ekki mynda ríkisstjórn með honum, þeir Björn Valur Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon, sem báðir eru þingmenn Vinstri grænna, sá fyrrnefndi afsettur formaður þingflokksins, og sá síðarnefndi allsherjarmálaráðherra með nýsköpun og annað skemmtilegt sem aukagrein. Þetta kemur nú fram í frétt á mbl.is

Verum raunsæ og gerum ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái 24 þingsæti í næstu kosningum og Vinstri grænir fái 6 þingmenn, sem allt stefnir í. Það dugar hins vegar ekki til stjórnarmyndunar á næsta kjörtímabili. Og því til viðbótar óvíst hvort hinn fyrrverandi þingflokksformaður komist yfirleitt á þing. Sumir kunna að hugsa, farið hefur fé betra.

En af hverju ættu Vinstri grænir ekki að vilja vera í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru nú með Samfylkingunni í stjórn og hafa til þess þurft að leggja af stefnu sína gegn ESB og kosningaloforð um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Bjóðist þeim sæti í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum munu þeir áreiðanlega stökkva til og endurskipuleggja enn þá einu sinni stefnu og kosningaloforð gegn ráðherrastólum.

Það er hins vegar eindræg skoðun mín að kominn sé tími til að gefa Vinstri grænum frí frá ríkisstjórn, leyfa þeim að átta sig næstu þrjátíu árin eða svo. Það hefur gerst áður.  


mbl.is Vill ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Miðað við síðustu kosningar og ummæli þeirra Steingríms J. við það tækifæri segir þetta bara að fyrsta verk þeirra yrði einmitt að falast eftir að komast í sængina hjá Sjálfstæðisflokknum.  Það er nefnilega ekki orði markandi sem þessir menn segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2012 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband