Rebbi var á Íslandi fyrir landnám

950809-67

Það er bara í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi þar sem öll dýrin eru vinir og líklega lifir refurinn þar á salati og lætur sér áreiðanlega vel líka.

Ég hef séð hrafn ráðast á fýl og éta. Minnkur étur fugla og finnst egg herramannsmatur. Ísbirnir éta allt það kjöt sem þeir komast yfir og meira að segja fúlsar hann ekki við fólki né fer í manngreinarálit.

Það er engin miskun í veröld fugla og dýra. Engu að síður hneykslumst við á drápseðlinu, yfir refnum sem kann ekki neina mannasiði og drepur önnur dýr en því miður á frekar hægfara máta. Við atganginn slettist blóð út um allt rétt eins og ... ég veit ekki hvað, kannski í sláturhúsum.

Ef til vill er of mikið af ref á landinu. Velti því þó fyrir mér hver hafi haldið honum í skefjum fyrir landnám. Ef til vill tímgast hann bara til að ergja mannfólkið.

14. sept: Bætti við mynd af ref sem ég tók í Aðalvík 1995. 

 


mbl.is Étin lifandi af tófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Rebba finnst svið góð!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2012 kl. 00:44

2 Smámynd: Leifur Finnbogason

Já, það er blóð í sláturhúsum. Þó er enginn étinn lifandi þar, hvorki kindur né menn. Að auki er vert að minnast á það að erfitt hefði verið fyrir fuglana fljúgandi að halda refnum frá kindum fyrir landnám, þarsem kindurnar voru uppteknar við að forðast norska dýrbíta.

Leifur Finnbogason, 14.9.2012 kl. 01:04

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Það er engin miskun í veröld fugla og dýra. Engu að síður hneykslumst við á drápseðlinu, yfir refnum sem kann ekki neina mannasiði og drepur önnur dýr en því miður á frekar hægfara máta. Við atganginn slettist blóð út um allt rétt eins og ... ég veit ekki hvað" Sigurður, hver er munurinn á þjóf og Ref? Ef um Þjóf væri að ræða og Fé væri, ja fé/peningar og lýsingin væri komin frá íbúa Reykjavíkur, myndir þú orða færsluna svona eða væri hún öðruvísi? Þurfa þjófar ekki líka að lifa

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 06:44

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þessi samanburður er gjörsamlega út í hött og í engu samræmi við efni pistilsins, kæri Brynjar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2012 kl. 09:15

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll Sigurður, að hvaða leiti? Samnafnarnir eru það margir að mínu mati er ekki hægt að afneita þeim, fórnarlömbin tapa peningum í báðum tilvikunum vegna utanaðkomandi aðila sem er að reyna að bæta sína stöðu, aðferðirnar og útkoman er ekki svo ósvipuð.

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 15:41

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rebbi er ávallt tryggur eðli sínu. Þjófinn má eflaust betra eða jafnvel forherða.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2012 kl. 15:44

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Báðir taka þeir fé þegar það byrjar að harnar á dalnum og halda því áfram þegar þeir komast upp á lag með það þrátt fyrir að nóg sé þá af öðru og báðir nýta sér tækifærið þegar aðgát er ekki höfð og fé "liggur" á glámbekk.

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 16:00

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt hjá þér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2012 kl. 16:01

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Sigurður. Tónn pistilsins virðist vera sá að refnum beri ekki að halda niðri. En við eigum að halda áfram vera helsti náttúrulegi óvinur hans, sem heldur honum í skefjum. Hrikalegt er að horfa á einn ref rústa fjölbreytileika náttúrunnar fyrir augum manns á örskotsstundu, eins og ég hef verið vitni að. Það er ekkert "náttúrulegra" að leyfa ref að fjölga sér þar til mettun er náð, heldur en að við sýnum klærnar sjálf til verndar öðru dýralífi, ss. fuglum.

Það grætur enginn tófuna þótt henni fækki. En þögnin í náttúnni er mikil þar sem tófan ríkir, enda fáir fuglar á ferli.

Ívar Pálsson, 14.9.2012 kl. 16:16

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Refurinn hefur verið lengur á Íslandi heldur en maðurinn og búpeningur hans. Breyttist eitthvað við landnám, jókst fæðuframboðið með þessum búpeningi? Skil ekki þetta og síst af öllu þetta með „þögnina í náttúrunni“ sem væntanlega er rebba að kenna.

Ég er ekki að taka afstöðu heldur velti fyrir mér spurningum. Þetta var nú ekki aðalatriðið í pistlinum heldur undrun manna yfir „grimmd“ dýra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2012 kl. 16:27

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Já ég var kannski full upptekinn af mínum punkti, með að drepa skuli refinn. Endilega taktu afstöðu þar.

Ég tek undir með þér með það að auðvitað eru rándýr grimm, enda héldi tegundin varla áfram ella. Heilu kynslóðirnar í Evrópu hafa alist upp við selinn Snorra frá hvítvoðungsaldri og gera hann svo krúttlegan að það berst hatrammlega til verndar selnum, sem er grimmari en flest önnur dýr. Allavega var hann enginn dúlla þegar hann beit bara lifrina úr fjölmörgum löxum forðum. En einn súpermarkaðurinn sem ég sel rækju til í Bretlandi kaupir ekki frá Kanada, af því að það eru vondir selveiðimenn þar gegn öllum sætu litlu Snorrunum!

Ívar Pálsson, 14.9.2012 kl. 16:42

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég held að við séum nú á afar svipuðum meiði í þessu máli, raunar eins og í svo mörgum öðrum. Finnst vont að taka afstöðu í með eða á móti rebba vegna eðils hans. Talað er í fullri alvöru um að setja kjötætuna ísbjörn í búr og senda aftur á heimastöðvarnar. Hvað með búr handa rebba?

... Jú, auðvitað er þetta skaði fyrir bændur en þetta er það umhverfi sem þeir kjósa að vera með rekstur sinn í. Makríllinn étur fæðu síldarinnar og sjómenn, útgerðarmenn og söluaðilar bera þess vegna skarðan hlut frá borði. Þetta er hins vegar rekstrarumhverfið.

Já, selurinn Snorri er engin dúlla. Ekki frekar en blessuð lóan, grimm, frek og yfirgangsöm.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2012 kl. 16:54

13 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

".. Jú, auðvitað er þetta skaði fyrir bændur en þetta er það umhverfi sem þeir kjósa að vera með rekstur sinn í. Makríllinn étur fæðu síldarinnar og sjómenn, útgerðarmenn og söluaðilar bera þess vegna skarðan hlut frá borði. Þetta er hins vegar rekstrarumhverfið." Makríllin étur ekki skipin eða netin, þar fyrir utan á engin vilt dýr, þau eiga sig sjál þar til einhver veiðir. Það er í raun grunnurinn að makrídeilu okkar við aðrar þjóðir, fiskurinn á sig sjálfur. 

Seigðu mér Sigurður, hvað er það við Grenjavinnslu sem fer svona í þig? Myndir þú segja " Jú, auðvitað er þetta skaði fyrir bændur en þetta er það umhverfi sem þeir kjósavera með rekstur sinn í ,etta er hins vegar rekstrarumhverfið.". Linkarnir vísa allir á fréttir Morgunblaðsinns af þjófum á höttum eftir fémætu.Ríkið rekurlöggæslu því að borgar sig fyrir ríkið til lengri tíma að halda glæpum niðri. Glæpir og glæpamenn er eðlislegt og dýrin í náttúrunni, af hverju má taka hart á öðru en friða hitt? Það er reyndar þannig að það er á endanum ríkið sem tapar mest á hverju lambi sem skolli tekur

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 17:28

14 Smámynd: Sölvi Fannar Viðarsson

Ætli það hafi ekki helst verið FJARVERA BÚPENINGS sem hélt varginum í skefjum þá, þ.e. fyrir landnám??

Sölvi Fannar Viðarsson, 14.9.2012 kl. 19:56

15 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kæri Brynjar. Þú mátt vera ósammála mér að sammála mér; að litlum hluta, stórum hluta eða alveg að fullu. Í þessu sambandi er skilyrði að leggja til grundvallar það sem ég skrifa, ekki það sem þú heldur að ég meini. Hef t.d. ekki nefnt grenjavinnslu einu orði. Annars er eiginlega nóg komið af spjalli okkar.

Sölvi, er ekki viss um að búpeningur sé aðalfæða refsins þó vissulega sé hann þar vargur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2012 kl. 21:41

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undarleg þessi nýju viðhorf til dýrbítsins. (tófunnar) Það er upplýst fyrir löngu að fjölgun refs í tengslum við friðlandið á Vestfjörðum hefur lagt þögn yfir varplönd mófugla á stórum landsvæðum. Að tala um einhvern "rétt" vargsins er ámóta barnalegt og að réttlæta heiðursmorð og að grýta hórsek? stúlkubörn vegna þess að tilteknir villimenn hafi rétt á sínum trúarbrögðum. Það er allt annað sjónarmið að útrýma refnum eða halda fjölgun hans innan þeirra hóflegu marka að hann leggist ekki á búsmala og/eða tortími fuglalífi á stórum svæðum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af viðhorfum í samfélaginu ef heil atvinnustétt - bændur þurfa að víkja fyrir friðuðu rándýri í bithögum.

Árni Gunnarsson, 15.9.2012 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband