Dauðalisti eða ill aðferðafræði

Arion banki neitar tilvist „dauðalista“. Telur málið byggt á misskiulningi eins og fram kemur hjá almannatengli bankans sem segir:

Við stofnun Arion banka 2008 var útbúinn listi yfir 40 stærstu skuldunauta bankans. Horft var til þróunar þessara lána við skuldauppgjör gamla og nýja bankans. Þessi 40 fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán sem innheimtast að fullu til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þessa lista.

Á móti kemur að Viglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum hluthafi í Högum, halda báðir hinu gagnstæða fram. Þeir vitna að vísu til ónafngreindra starfsmanna bankans. Víglundir bætir við að allir körfuhafar BM Vallár hafi samþykkt nauðasamninga nema Arion banki.

Þarna er því staðhæfing gegn staðhæfingu og óvist hovrt hægt er að komast lengra með máli. Þó er ástæða fyrir Víglund og Jón Ásgeir að gera miklu nánar grein fyrir málsatvikum sínum og koma með greinabetri upplýsingar sem bent geta á tilvist „dauðalistans“. Þetta geta þeir til dæmis gert með að lýsa nánar stöðu fyrirtækja sinna, eigna og skuldastöðu og þá möguleikum til framtíðarrekstrar. Þeir verða hreinlega að sýna fram á að þeir hafi misst eignarhald sitt á fyrirtækjunum fyrir að ástæðulausu eða vegna lítilla saka.

Sé þessi „dauðalisti“ til eða hafi verið til þá hljóta fleiri að hafa verið á honum en BM Vallá og Hagar. Þeir sem eiga um sárt að binda vegna listans hljóta því að koma fram og skýra mál sitt, leggja einfaldlega í púkkið með Víglundi og Jóni Ásgeirssyni. Ástæða er til að skora á þetta fólk að koma málum sínum á framfæri í fjölmiðlum.

Svo er í lokin ekki úr vegi að benda á pistil á bloggi Marinós G. Njálssonar, sem að vísu nefnir ekki „dauðalista“ heldur bendir á hvernig bankarnir, allir þrír, hafi farið með viðskiptavini sína, ekki aðeins rekstraraðila heldur hina líka. Hann heldur því fram að aðferðafræðin í bönkunum sé svona ill:

  1.  Drögum úr hófi fram að finna niðurstöðu.  Svörum ekki póstum, tilboðum og símtölum nema a.m.k. einhverjar vikur, helst mánuðir fái að líða.
  2. Höfnum öllum tillögum viðskiptavinarins, því hann getur örugglega borgað meira en hann leggur til.
  3. Ásökum viðskiptavininn um allt og ekkert, við hljótum að hitta í mark þó ekki nema einu sinni af hverjum 10.000 skiptum.
  4. Leggjum sjálfir fram tillögur að lausn
  5. Ef viðskiptavinurinn samþykkir, þá hljótum við að hafa boðið of vel og látum lánanefndina hafna.
  6. Ef viðskiptavinurinn hafnar, þá lýsum við frati í hann og sendum málið til dómstóla.
  7. Ef eign viðskiptavinarins er álitleg, þá semjum við ekki, þar sem við græðum meira á því að taka eignina af viðskiptavininum og selja hana sjálfir, en að semja.  Skítt með það þó fólk verði gjaldþrota, við fáum feitan bónus. 

Eiginlega skiptir engu máli hvort um sé að ræða einhvern „dauðalista“ sé ofangreind upptalning Marinós rétt. Svo geta lesendur velt fyrir sér hvort þeir kannist við að hafa fengið meðhöndlun úr bönkunum sem líkist ofangreindu. Að minnsta kosti fullyrðir Marinó að fjöldi fólks, rekstaraðila sem og annarra, hafi haldið þessu fram við hann. 


mbl.is „Meðhöndluð eins og önnur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Þessi upptalning Marinós er eiginlega nákvæm lýsing á því hvernig lögfræðingar umboðsmanns skuldara (þ.e. umboðsmanns banka) hegða sér gagnvart kerfis-sviknum, bankarændum og illa stöddum almenningi.

Það eiga vonandi fleiri eftir að tjá sig um svikamylluna, heldur en Víglundur og jón Ásgeir. Það er ekki seinna vænna að segja frá bankaspillingunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2012 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband