Var öryggi eldfjallafræðingsins tryggt?

Mynd MoggiÞessi mynd eftir hinn frábæra ljósmyndara Ragnar Axelsson birtist í dag á forsíðu Moggans. Falleg og vel uppbygð mynd.

Maður bograr í vatnsborði stöðuvatns á Grænlandsjökli, lína er bundin í hann og annar heldur í hana um þrjátíu metrum frá.

Ég held að flestum reyndum fjallamönnum hafi krossbrugðið við að sjá þessa mynd. Svo virðist sem að öryggi rauðklædda mannsins sé afskaplega lítið.

Bláklæddi maðurinn sem stendur með spottann í lúkunum virðist ekki hafa tryggt endann sín megin. Venjan er sú að sá sem gætir endans tryggi með því til dæmis að stinga niður ísexi, bregða línunni um hana, svo hann sé þess albúinn að festa líununa missi sá rauðklæddi fæturna. Þar að auki á línan að vera strekkt, ekki slök eins og hún virðist vera.

Vonandi hafa báðir verið með brodda á fótum, þeir hafi verið með belti fyrir öryggislínuna og einhverjir fleiri hafi verið nálægt sem gætu hafa komið til aðstoðar. Um leið má fullyrða að sé ekkert af ofangreindu til staðar hefði sá bláklæddi, Skúli Mogensen, seint getað bjargað þeim rauðklædda, Haraldi Sigurðssyni. Ástæðan er einfaldlega sú að bylgjuhreyfingar virðast vera í vatninu, skör er frá vatnsborði og upp á ísinn sem gerir það að verkum að vonlítið er að draga mann á land, og vatnið er ískalt, sá sem lendir í því verður fljótt örmagna og getur ekkert aðstoðað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband